Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 14:45 Óli Mittún er markahæstur á HM U21-landsliða með 47 mörk í 5 leikjum. IHF Færeyingar eru einum sigri frá því að spila um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta. Gullkynslóðin þeirra sló út eina allra stærstu handboltaþjóðina, Frakka. Þjálfari Færeyinga kom með sínar skýringar á ótrúlegum árangri frænda okkar Íslendinga. Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti. Handbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
Alþjóða handknattleikssambandið fjallar um árangur Færeyja á heimasíðu sinni í dag og bendir á að í Frakklandi, sem tapaði 28-27 gegn Færeyjum á mótinu, séu yfir 600.000 iðkendur í handbolta á meðan að færeyska þjóðin telji samtals um 54.000 manns. Engu að síður eru Óli Mittún og félagar í U21-landsliðinu komnir í 8-liða úrslit, rétt eins og þeir hafa gert á tveimur fyrri heimsmeistaramótum í yngri flokkum. Ef þeir vinna Slóveníu á morgun komast þeir í undanúrslit og munu spila um verðlaun. „Handbolti er þjóðaríþrótt í Færeyjum,“ segir Hjalti Mohr Jacobsen, þjálfari færeyska U21-landsliðsins, við IHF. Hið sama má nú segja um handboltann á Íslandi en íslenska liðið missti hins vegar naumlega af því að komast upp úr sínum riðli á HM, eftir að hafa þó gert jafntefli við Færeyjar þar sem jöfnunarmark Færeyinga kom úr víti á síðustu sekúndu. Framtak foreldra og sambandsins Hjalti segir grunninn að árangri Færeyinga felast í aðstöðunni heima fyrir. Íþróttahallirnar séu alltaf opnar fyrir krakkana til að leika sér og þar verji þeir löngum stundum. „Þetta snýst um að hafa gaman. Við erum með mörg mörk í höllunum. Krakkarnir eru bara að spila handbolta. Við hugsum um hvern einasta leikmann. Við megum ekki við því að velja einhverja úr. Við þurfum alla leikmenn sem við getum fengið og veitum þeim góð tækifæri. Þannig verða svona lið til,“ sagði Hjalti. Bæði A-landslið karla og kvenna í Færeyjum hafa nú komist í fyrsta sinn á stórmót, og þeim fylgt þúsundir stuðningsmanna, eftir að árangur yngri landsliða hafði ýtt mjög undir handboltaæði þjóðarinnar. Þar skemmdi ekki fyrir að hafa unnið Danmörku á EM U20-landsliða árið 2022 en það var fyrsti sigur færeysks landsliðs á dönsku landsliði, í nokkurri liðsíþrótt. „Þetta byrjaði fyrir svona tíu árum. Það tóku nokkrir foreldrar sig til og létu alla strákana, hvaðanæva af landinu, æfa saman. Síðan fór handboltasambandið af stað með sína uppbyggingu. Það hefur bara margt gott fólk verið að taka frábærar ákvarðanir,“ sagði Hjalti.
Handbolti Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira