Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar 26. júní 2025 14:32 Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Verslun Atvinnurekendur Búvörusamningar Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun