Norsk handboltastjarna með krabbamein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 18:31 Camilla Herrem var fastmaður í norska landsliðinu í þjálfaratíð Þóris Hergeirssonar. Getty/Maja Hitij Norska handboltakonan Camilla Herrem sagði frá því í kvöld að hún sé með brjóstakrabbamein. „Fyrir þremur og hálfri viku síðan þá fann ég lítinn hnúð í brjóstinu mínu. Kannski var hann jafnstór og baun. Ég hugsaði strax um að láta athuga þetta,“ sagði Camilla Herrem á samfélagsmiðlum sínum. Herrem fór í brjóstamyndatöku, ómskoðun og það var tekið vefjasýni úr hnúðnum. Þá kom í ljós að hún væri með krabbamein í brjóstinu. Hún fékk símtal frá sjúkrahúsinu og var beðin að koma þangað þar sem hún fékk slæmu tíðindin. Herrem er 38 ára gömul og hefur lengi verið í hópi bestu vinstri hornamanna heims. Hún hefur spilað með Sola í heimalandinu frá árinu 2017 en var þar áður atvinnumaður á meginlandi Evrópu. Herrem var í Evrópumeistaraliði Norðmanna í desember síðastliðnum en tilkynnti eftir mótið að landsliðsskórnir væru komnir upp á hillu. Herrem vann alls sautján verðlaun með norska landsliðinu á stórmótum þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Herrem skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu. Hér fyrir neðan má hlusta á Herrem segja frá þessu en auðvitað á norsku. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) Norski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
„Fyrir þremur og hálfri viku síðan þá fann ég lítinn hnúð í brjóstinu mínu. Kannski var hann jafnstór og baun. Ég hugsaði strax um að láta athuga þetta,“ sagði Camilla Herrem á samfélagsmiðlum sínum. Herrem fór í brjóstamyndatöku, ómskoðun og það var tekið vefjasýni úr hnúðnum. Þá kom í ljós að hún væri með krabbamein í brjóstinu. Hún fékk símtal frá sjúkrahúsinu og var beðin að koma þangað þar sem hún fékk slæmu tíðindin. Herrem er 38 ára gömul og hefur lengi verið í hópi bestu vinstri hornamanna heims. Hún hefur spilað með Sola í heimalandinu frá árinu 2017 en var þar áður atvinnumaður á meginlandi Evrópu. Herrem var í Evrópumeistaraliði Norðmanna í desember síðastliðnum en tilkynnti eftir mótið að landsliðsskórnir væru komnir upp á hillu. Herrem vann alls sautján verðlaun með norska landsliðinu á stórmótum þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Herrem skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu. Hér fyrir neðan má hlusta á Herrem segja frá þessu en auðvitað á norsku. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla)
Norski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira