Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 15:30 Maðurinn er sagður hafa verið í geðrofi þegar árásirnar áttu sér stað. Lögreglan í Lundúnum Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári. Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum. Bretland Erlend sakamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Hinn 37 ára Marcus Arduini Monzo veittist að hinum fjórtán ára Daniel Anjorin og hjó hann til bana skömmu eftir að drengurinn lagði af stað í skólann í Hainault-hverfi Lundúnaborgar. Fjölmiðlar lýstu atvikinu sem tuttugu mínútna berserksgang þar sem Monzo gekk um hverfið og mundaði samúræjasverð og ógnaði og veittist að íbúum þar til lögregla yfirbugaði hann. Guardian greinir frá. Dómsuppkvaðningin var sýnd í beinni útsendingu en Monzo var auk morðsins hrottalega á Daniel Anjorin gefið að sök að hafa ráðist á þrjá aðra borgara og tvo lögreglumenn með sverðið í hendi. Djúpur skurður frá munnvikum aftur á hnakka Ebenezer Anjorin, faðir Daniels, hafði gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir sonarmissinn martröð. „30. apríl þegar klukkan var um sjö lagði Daniel af stað í skólann. Þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í átta lét elsti sonur minn vita af því að Daniel hefði verið stunginn á veginum skammt undan heimili mínu. Ég þaut út og rétt handan við veginn sá ég lík í keng við vegkantinn. Ég áttaði mig ekki á því í fyrstu að þarna lægi Daniel en eftir því sem ég nálgaðist lagði ég kennsl á íþróttagallann og sá andlit hans,“ sagði hann. „Hann lá í blóðpolli og var með djúpan skurð á andlitinu frá minnvikinu og aftur á hnakkann. Hann lá kyrr. Ég vissi um leið að hann var dáinn, en ég tók utan um hann, kallaði nafn hans og hélt um höfuð hans,“ sagði hann svo. Við dómsuppkvaðninguna vakti Bennathan dómari athygli á því hve yfirveguð og virðuleg framkoma Ebenezer Anjorin og fjölskyldu hefði verið á meðan málsmeðferðinni stóð. Hann sagði enga refsingu geta mildað sorg fjölskyldunnar. Hjó í tvo lögreglumenn og ók yfir annan Monzo ók flutningabíl, sem hann hafði atvinnu af, yfir Donato Iwule snemma þennan morgun sem hljóp undan þegar Monzo steig úr bílnum, mundaði samúræjasverðið og veitti honum eftirför. Þá kom hann aftan að hinum fjórtán ára Daniel og myrti hann. Lögreglukona gerði þá tilraun til að taka hann höndum en hann hjó að henni ítrekað og særði hana alvarlega. Þá braust hann inn á heimili ungra hjóna sem sváfu ásamt ungbarni sínu. Það var þá sem lögreglumanni tókst að króa hann af í bílastæðahúsi og veittist að Monzo með kylfu og hlaut sár af. Á endanum tókst lögreglumönnum að yfirbuga og handtaka Monzo sem var að sögn lögreglu í geðrofi af völdum mikillar kannabisneyslu. Hann var dæmdur fyrir morðið á Daniel Anjorin, alvarlega líkamsárás á lögreglumönnunum tveimur, og morðtilraunir gegn Iwule og hjónunum ungu. Þar að auki var hann dæmdur fyrir rán og að hafa sverð í fórum sínum.
Bretland Erlend sakamál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira