Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar 28. júní 2025 11:01 Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar. Markmiðið virðist í fyrstu bæði réttlátt og mannúðlegt: að bæta stöðu örorkulífeyrisþega. En undir yfirborðinu krauma alvarlegar afleiðingar sem varða réttindi annarra lífeyrisþega, sjálfbærni kerfisins og jafnvel stjórnarskrárvarin eignarréttindi. Frá eldri borgurum til örorkulífeyrisþega Eins og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur bent á felur frumvarpið í sér beina tilfærslu fjármuna frá ellilífeyrisþegum yfir til örorkulífeyrisþega. Í umsögn hans til Alþingis segir meðal annars: „Augljóst er að þyngri örorkubyrði hlýtur að skerða annan lífeyri. Þannig felur frumvarpið í sér tilfærslu frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega og í raun eignaupptöku. Þetta er þeim mun alvarlegra vegna þess að verið að færa stórum hluta örorkulífeyrisþega meiri greiðslur en þeir fengu áður en þeir urðu fyrir orkutapi.“ Þetta brýtur jafnframt gegn meginreglu skaðabótaréttar: að enginn skuli verða fjárhagslega betur settur eftir tjón en fyrir það. Frumvarpið býður hins vegar upp á að stór hluti örorkulífeyrisþega fái hærri greiðslur en fyrri laun þeirra voru. Ekki má svo gleyma því að Tryggingastofnun mun áfram taka tillit til tekna úr lífeyrissjóðum til skerðingar á bótum. Ólík áhrif milli sjóða Áhrifin verða einkum á sjóðum sem þegar bera þunga örorkubyrði, svo sem Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Rangæinga og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Samkvæmt mati Benedikts Jóhannessonar (Talnakönnun) gæti tryggingafræðileg staða þessara sjóða versnað um 5–7%, sem leiddi til skerðingar á greiðslum til annarra sjóðfélaga og ekki síst eldri borgara. Það er hvorki sanngjarnt né sjálfbært að auka réttindi eins hóps með því að rýra réttindi annars. Lífeyriskerfið byggir á samtryggingu og forsendum um jafnræði. Ef sjóðir missa möguleikann á að samræma greiðslur við almannatryggingar brotnar sú grunnforsenda. Ellilífeyrir er stjórnarskrárvarin eign Ellilífeyrir telst stjórnarskrárvarin eign samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði réttindum ellilífeyrisþega raskað með þessum hætti, án nægilegrar jöfnunar eða lagastoðar, getur ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. Þetta er lagalegt álitaefni sem vert er að taka alvarlega Veikt traust og veikari hvatar Frumvarpið hefur einnig áhrif á hegðun einstaklinga og kerfishvata. Ef greiðslur til örorkulífeyrisþega verða óháðar fyrri tekjum og öðrum stuðningi, dregur það úr hvatningu til endurhæfingar og þátttöku á vinnumarkaði. Samhliða því rýrnar traust almennings til kerfisins, sérstaklega þegar í ljós kemur að sambærileg iðgjöld leiða til ósambærilegra réttinda. Engin jöfnun og engin lausn Í fjármálaáætlun fyrir árin 2026–2030 kemur skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir neinu framlagi til jöfnunar örorkubyrði árið 2026. Þó er rétt að nefna að nú stendur yfir vinna við endurskoðun jöfnunarframlaga, þótt ekkert liggi fyrir um niðurstöðu. Ekki er því ljóst hver áhrifin verða á afkomumarkmið ríkissjóðs (um milljarða króna er að ræða), sem þegar virðast vera í hættu. Það má vilja gott en framkvæma það vel Það er sjálfsagt og eðlilegt að bæta kjör örorkulífeyrisþega en það verður að gera með ábyrgum hætti, með sanngjarnri skiptingu byrða og í sátt við aðra þætti kerfisins. Annars verður góð hugsun að vondri niðurstöðu. Við getum ekki byggt upp traust lífeyriskerfi á ósamræmi og óskýrleika. Slíkt mun ekki aðeins grafa undan réttindum ellilífeyrisþega heldur veikja kerfið í heild sinni. Við hljótum að geta gert betur Til lengri tíma litið hefur þessi tilfærsla neikvæð áhrif á bæði almannatryggingar og lífeyrissjóði. Hún getur stuðlað að aukinni örorku, veikara trausti og lægri greiðslum til framtíðarlífeyrisþega. Enn fremur virðist frumvarpið hafa verið samið án fullnægjandi greininga eða vandaðs samráðsferlis. Slíkt verklag, sem virðist eiga sér stað ítrekað í frumvörpum vorþingsins 2025, vekur ugg. Verstu áhrif frumvarpsins eru þó þau að verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum sem er í raun skammarlegt. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Efni frumvarpsins varðar svokallaða víxlverkun. Verði frumvarpið að lögum verður lífeyrissjóðum óheimilt að taka tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins við útreikning örorkulífeyris. Í reynd þýðir það að tvö aðskilin kerfi, þ.e. almannatryggingar annars vegar og lífeyrissjóðir hins vegar, greiða út bætur án samræmis eða gagnkvæmrar aðlögunar. Markmiðið virðist í fyrstu bæði réttlátt og mannúðlegt: að bæta stöðu örorkulífeyrisþega. En undir yfirborðinu krauma alvarlegar afleiðingar sem varða réttindi annarra lífeyrisþega, sjálfbærni kerfisins og jafnvel stjórnarskrárvarin eignarréttindi. Frá eldri borgurum til örorkulífeyrisþega Eins og Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, hefur bent á felur frumvarpið í sér beina tilfærslu fjármuna frá ellilífeyrisþegum yfir til örorkulífeyrisþega. Í umsögn hans til Alþingis segir meðal annars: „Augljóst er að þyngri örorkubyrði hlýtur að skerða annan lífeyri. Þannig felur frumvarpið í sér tilfærslu frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega og í raun eignaupptöku. Þetta er þeim mun alvarlegra vegna þess að verið að færa stórum hluta örorkulífeyrisþega meiri greiðslur en þeir fengu áður en þeir urðu fyrir orkutapi.“ Þetta brýtur jafnframt gegn meginreglu skaðabótaréttar: að enginn skuli verða fjárhagslega betur settur eftir tjón en fyrir það. Frumvarpið býður hins vegar upp á að stór hluti örorkulífeyrisþega fái hærri greiðslur en fyrri laun þeirra voru. Ekki má svo gleyma því að Tryggingastofnun mun áfram taka tillit til tekna úr lífeyrissjóðum til skerðingar á bótum. Ólík áhrif milli sjóða Áhrifin verða einkum á sjóðum sem þegar bera þunga örorkubyrði, svo sem Festa, Gildi, Stapi, Lífeyrissjóður Rangæinga og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja. Samkvæmt mati Benedikts Jóhannessonar (Talnakönnun) gæti tryggingafræðileg staða þessara sjóða versnað um 5–7%, sem leiddi til skerðingar á greiðslum til annarra sjóðfélaga og ekki síst eldri borgara. Það er hvorki sanngjarnt né sjálfbært að auka réttindi eins hóps með því að rýra réttindi annars. Lífeyriskerfið byggir á samtryggingu og forsendum um jafnræði. Ef sjóðir missa möguleikann á að samræma greiðslur við almannatryggingar brotnar sú grunnforsenda. Ellilífeyrir er stjórnarskrárvarin eign Ellilífeyrir telst stjórnarskrárvarin eign samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Verði réttindum ellilífeyrisþega raskað með þessum hætti, án nægilegrar jöfnunar eða lagastoðar, getur ríkið bakað sér skaðabótaskyldu. Þetta er lagalegt álitaefni sem vert er að taka alvarlega Veikt traust og veikari hvatar Frumvarpið hefur einnig áhrif á hegðun einstaklinga og kerfishvata. Ef greiðslur til örorkulífeyrisþega verða óháðar fyrri tekjum og öðrum stuðningi, dregur það úr hvatningu til endurhæfingar og þátttöku á vinnumarkaði. Samhliða því rýrnar traust almennings til kerfisins, sérstaklega þegar í ljós kemur að sambærileg iðgjöld leiða til ósambærilegra réttinda. Engin jöfnun og engin lausn Í fjármálaáætlun fyrir árin 2026–2030 kemur skýrt fram að ekki er gert ráð fyrir neinu framlagi til jöfnunar örorkubyrði árið 2026. Þó er rétt að nefna að nú stendur yfir vinna við endurskoðun jöfnunarframlaga, þótt ekkert liggi fyrir um niðurstöðu. Ekki er því ljóst hver áhrifin verða á afkomumarkmið ríkissjóðs (um milljarða króna er að ræða), sem þegar virðast vera í hættu. Það má vilja gott en framkvæma það vel Það er sjálfsagt og eðlilegt að bæta kjör örorkulífeyrisþega en það verður að gera með ábyrgum hætti, með sanngjarnri skiptingu byrða og í sátt við aðra þætti kerfisins. Annars verður góð hugsun að vondri niðurstöðu. Við getum ekki byggt upp traust lífeyriskerfi á ósamræmi og óskýrleika. Slíkt mun ekki aðeins grafa undan réttindum ellilífeyrisþega heldur veikja kerfið í heild sinni. Við hljótum að geta gert betur Til lengri tíma litið hefur þessi tilfærsla neikvæð áhrif á bæði almannatryggingar og lífeyrissjóði. Hún getur stuðlað að aukinni örorku, veikara trausti og lægri greiðslum til framtíðarlífeyrisþega. Enn fremur virðist frumvarpið hafa verið samið án fullnægjandi greininga eða vandaðs samráðsferlis. Slíkt verklag, sem virðist eiga sér stað ítrekað í frumvörpum vorþingsins 2025, vekur ugg. Verstu áhrif frumvarpsins eru þó þau að verið er að etja saman eldri borgurum og öryrkjum sem er í raun skammarlegt. Við hljótum að geta gert betur. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknarflokksins
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun