Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Smári Jökull Jónsson skrifar 29. júní 2025 19:21 Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir er skólastjóri Hörðuvallaskóla. Vísir/Vilhelm Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“ Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Ný skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar var kynnt í vikunni. Stofnunin segir stöðu Íslands í menntamálum sérstakt áhyggjuefni og að slakari árangur íslenskra nemenda í PISA-prófinu gæti dregið úr framleiðni á Íslandi um 5-10% til lengri tíma. Þá þurfi að bæta grunnmenntun nemenda. Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir skorta kennara með sérhæfða þekkingu og að lengd kennaranámsins fæli frá. „Það eru sumir sem klára ákveðið nám, það er engin lestrarfræði þar á bakvið og útskrifast með leyfisbréf sem kennari. Lesturinn er grunnurinn að öllu og þar tel ég að aðeins þurfi að endurskoða námið,“ sagði Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri Hörðuvallaskóla í viðtali í Kvöldfréttum Sýnar. Í skýrslunni segir einnig að hægt væri að bæta gæði kennslu með því að hækka laun eða veita þóknanir í krefjandi aðstæðum gegn því að kennarar gangist undir frammistöðumat. Sigrún segir erfitt að meta frammistöðu kennara en að góður kennari nái vel til barnanna og hafi góðri bekkjarstjórn. Háar einkunnir nemenda segi ekki til um hæfni kennara. Hún segir íslenska skóla vera á annrri leið en margir aðrir. „Þessi OECD skýrsla og PISA prófin og allt þetta. Mér finnst það ekkert alveg mæla það sem við erum að gera. Við erum að leggja meira upp úr því að það sé meiri samvinna, hópaverkefni og skapandi skil. Það mælist ekki í PISA. Þar er meira verið að einblína á þekkingu og þú getur fundið það með því að opna gervigreindina og netið í dag.“ „Voru ekki að mæla það sem þurfti að mæla“ Í haust verður svokallaður Matsferill tekinn í notkun þar sem námsmat verður samræmt á milli skóla. Sigrún segir jákvætt að skólarnir fái slíkt mælitæki sem hafi vantað. „Ég fagna þessu miðað við hvernig samræmdu prófin gömlu voru því þau fannst mér ekkert mæla það sem þurfti að mæla. Þau voru meira kvíðavaldandi og mældu ákveðna þekkingu eins og íslenskuprófið var, það var bara mest lesskilningspróf og ekkert annað.“ „Mér finnst þetta vera tækifæri fyrir okkur og gott verkfæri að fá inn í skólana. Þá getum við bæði rýnt í kennsluna okkar, kennararnir skoðað stöðu barnanna og aðstoðað þau á þeim stað sem þeir eru.“
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum