Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 12:28 Blævængurinn kom í góðar þarfir í Retiro-garðinum í miðborg Madridar á Spáni í hitanum þar í gær. AP/Paul White Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira
Hitinn hefur farið vel yfir fjörutíu gráður á sumum stöðum og yfir þrjátíu víða á sunnan- og austanverðu meginlandi Evrópu undanfarna daga. Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út í Portúgal og Ítalíu vegna hita sem sé hættulegur heilsu fólks. Í Frakklandi segir AP-fréttastofan að yfirvöld reyni sérstaklega að huga að heimilislausum, eldra fólki og fólki sem vinnur utandyra. Aldrei hafa verið gefnar út jafnmargar hitaviðvaranir í Frakklandi og nú en appelsínugular viðvaranir eru í gildi í 84 héruðum af 96 á meginlandinu. Agnes Pannier-Runacher, loftslagsmálaráðherra, lýsir ástandinu sem fordæmalausu. Hátt í tvö hundruð skólum hefur verið lokað að hluta eða alfarið vegna hitans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá eru hitaviðvaranir í gildi í Þýskalandi, á Bretlandi og á Balkanskaga. Á Bretlandi gæti hitinn orðið sá mesti í júní frá upphafi mælinga á sumum stöðum og í Þýskalandi búa menn sig undir allt að 38 stiga hita á morgun og miðvikudag. Áfram er spáð yfir fjörutíu hita á Spáni og í Portúgal í dag. Hitinn náði 46 gráðum í báðum löndum um helgina. Í Tyrklandi voru fjögur þorp rýmd og flugvellinum í Izmir var lokað vegna gróðurelda sem eru knúnir áfram af hitanum og sterkum vindi. Þá skemmdust nokkur sumarhús í Doganbey-héraði af völdum eldanna. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er staddur í Sevilla á Suður-Spáni vegna ráðstefnu um fátækt í heiminum. Þar sagði hann að öfgahiti væri ekki lengur sjaldgæfur atburður heldur nær daglegt brauð. „Plánetan er að hitna og verða hættulegri, ekkert land er stikkfrítt þar,“ skrifaði Guterres á samfélagsmiðla og vísaði til hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Rannsóknir sýna að hitabylgjur eru nú tíðari og skæðari vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Spánn Bretland Portúgal Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Sjá meira