Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 12:01 Karl Héðinn Valdimarsson segir flokkinn horfa til framtíðar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“ Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels