Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júlí 2025 12:01 Karl Héðinn Valdimarsson segir flokkinn horfa til framtíðar. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“ Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á aðalfundi styrktarfélagsins Vorstjörnunnar í Bolholti í gær. Svo fór að hreyfing Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar varð ofan á í samkeppni um yfirráð í félaginu við framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins sem kjörin var í maí. Miklar deilur hafa verið um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum en helmingur ríkisstyrkja Sósíalistaflokksins hafa runnið til félagsins en yfirlýst markmið þess er að styðja við jaðarsetta hópa. Ný stjórn flokksins hefur hinsvegar sagt að lítið sem ekkert fjármagn fari í góðgerðarstörf. Karl Héðinn Kristjánsson meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir flokkinn nú húsnæðislausan. „Við komum þarna aðeins seinna um kvöldið og þá höfðum við verið læst úti, flokknum bolað út úr eigin húsnæði. Þetta er grátlegt þar sem Vorstjarnan og Samstöðin hafa tekið á móti ríkisstyrkjum flokksins og í gær kom fólk, maður sá fólk sem hefur verið viðloðið Vinstri Græna, Samfylkinguna og Pírata og eins og ég nefndi þá voru Sósíalistar innan við fimmtán til tuttugu prósent fundargesta.“ Í gær birtu báðar fylkingar ákall til fólks um á mæta á fundinn. Gunnar Smári birti slíkt ákall á Facebook þar sem hann bað fólk um að mæta til varnar Sönnu og til varnar Samstöðinni. Karl segir rangt að framtíð Samstöðvarinnar hafi verið í húfi. „Enda hafa Sósíalistar fjármagnað uppbyggingu Samstöðvarinnar og komið að mikilli og ómældri sjálfboðavinnu við að koma henni í gagni og reyndar höfðum við leitað sátta við skuggastjórn Vorstjörnunnar og við Gunnar Smára og við Samstöðina þess efnis að þau myndu halda áfram í húsnæðinu, fengju afnot áfram af stúdíóinu og myndu halda áfram óbreytt en flokkurinn hefði umráð yfir stóra salnum.“ Hann segir fundinn hafa verið ólöglegan boðaðan. Nú sé mikilvægt að horfa til framtíðar flokksins og framboðs hans á landsvísu. „Og að fjármunir flokksins nýtist í uppbyggingu flokksstarfsins en ekki gæluverkefni formannsins.“
Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. 30. júní 2025 12:01