Læknanemar fái víst launahækkun Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:49 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir. Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Í gær var greint frá því að læknanemar væru ósáttir við það sem þeir töldu fyrirhugaða lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Læknanemar sökuðu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að taka einhliða ákvörðun um að lækka viðmiðunarlaun sem aðrar heilbrigðisstofnanir á borð við Sjúkrahúsið á Akureyri ákvarðuðu laun sín út frá. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur fram í fréttatilkynningu í dag að öllum læknanemum sé tryggð að lágmarki 3,5 prósenta launahækkun á milli ára í samræmi við aðra hópa hjá ríkinu. Í sumar starfa 78 læknanemar á Landspítalanum og fleiri á öðrum heilbrigðisstofnunum. Undanfarin ár hafa læknanemar fengið 70 til 90 prósent af launum sérnámsgrunnslækna (áður kandídata), eftir því hve langt þeir eru komnir í sínu námi, en nú nema launin um 70 til 84 prósentum af heildarlaunum lækna að sögn læknanema. Í tilkynningu ráðuneytisins er tekið fram að laun læknanema taki nú mið af tilteknum launaflokki í launatöflu Læknafélags Íslands (LÍ) en félagsmenn í Félagi læknanema eru ekki beinir aðilar að Læknafélagi Íslands heldur svokallaðir aukaaðilar. Ráðuneytið segir að í kjarasamningi ríkisins við LÍ frá 28. nóvember 2024 hafi verið gerðar viðamiklar breytingar á starfsumhverfi lækna og ýmsir launamyndandi þættir, sem áður hafi verið greiddir sem álag eða viðbótargreiðslur, færðir inn í grunnlaun. Þar af leiðandi hafi laun launatafla lækna hækkað umfram almennar launahækkanir. Þar sem læknanemar áttu ekki rétt á þessum viðbótargreiðslum þurfti að breyta viðmiðinu til að tryggja að launahækkanir þeirra væru í samræmi við aðra hópa. „Þó svo að laun læknanema taki mið af launatöflu lækna þá eru þeir ekki aðilar að kjarasamningi lækna. Störf læknanema á heilbrigðisstofnunum eru hluti af þeirra námi og laun ákvörðuð með það að markmiði að tryggja að þeir fái sömu hækkanir og aðrir hópar í nýgerðum kjarasamningum,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Kjaramál Háskólar Skóla- og menntamál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira