„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2025 11:53 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. vísir/samsett Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent