Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 17:32 Natalia Kuikka fylgist íbyggin með blaðamanni bera fram spurningu á fjölmiðlafundi Finna í Thun í dag. vísir/Anton Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira