Hommar mega enn ekki gefa blóð Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2025 23:17 Björn Rúnar segir það mikil tímamót að hafa í dag tekið upp svokallaða NAT-skimun. Það geti orðið til þess að hommar geti fengið að gefa blóð. Vísir/Arnar Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí. Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Blóðbankans, segir það ekki rétt. Það hafi verið misskilningur hjá ráðherra þegar hann fullyrti þetta í fréttum í október. Það rétta sé að í dag hafi formlega verið tekin í notkun svokölluð NAT-skimun sem geti greint hvort blóðgjafar séu með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV. „Við byrjuðum að keyra þessa NAT-skimun á öllum blóðgjöfum í dag. Þá erum við að skima fyrir þessum algengustu veirusýkingum fyrir lifrarbólgu og HIV. Við byrjuðum að keyra það í janúar en byrjuðum í dag að keyra þetta á öllum blóðgjöfunum okkar,“ segir Björn Rúnar. Þrjár nefndir þurfa að koma saman Hann segir að þessi skimun verði keyrð áfram í nokkra mánuði og á sama tíma þurfi þrjár nefndir að koma saman til að endurmeta áhættumat þar sem kveðið er á um að samkynhneigðir karlmenn séu í áhættuhópi og megi því ekki gefa blóð. Nefndirnar þrjár eru ráðgjafanefnd um blóðhlutanotkun, nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítalanum og sóttvarnaráð. „Þau þurfa að taka afstöðu til þess hvort það eigi að breyta áhættumatinu. Það þarf að gera formlegt áhættumat um smitsjúkdóma og fara í ákveðnar ráðstafanir út frá því sem áhættumatið segir,“ segir Björn Rúnar og að ráðuneytið og landlæknisembættið framkvæmi eftir að þessar nefndir og ráð gefi sitt álit. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Björn Rúnar segir færri konur gefa blóð á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar segir að loknu þessi ferli gæti íslenski blóðbankinn leyft samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Það hafi verið gert í Evrópu, en alltaf að undangengnu áhættumati. „Við erum búin að óska eftir því formlega við þessa aðila og bíðum bara eftir því hver niðurstaðan verður.“ Baráttumál í blóðgjöf Björn Rúnar segist hafa barist fyrir þessu máli frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Hann hafi nú fengið fjárheimild fyrir skimuninni og hún komin í gagnið. Næst þurfi að sannreyna niðurstöður og bera saman við fyrri leiðir. Það verði gert í nokkra mánuði og þegar þau eru orðin sátt verði hægt að breyta þessu. „Það verður að gera það eftir að allt annað í þessu ferli á sér stað.“ Hann segir Blóðbankann alltaf vinna að því að fjölga blóðgjöfum. „Þetta er stórkostlegur hópur, og ómetanlegur, við gætum aldrei nógsamlega þakkað þeim. En við erum alltaf að reyna að stækka hópinn og sérstaklega reyna að fá fleiri konur sem blóðgjafa. Það skortir dálítið á það miðað við önnur Evrópu.“ Ný blóðgjafastöð í Kringlunni Hann segir margt á döfinni hjá þeim. Um miðjan ágúst verði opnuð ný blóðgjafastöð í Kringlunni og svo sé verið að innrétta lítinn blóðgjafabíl sem verði ekið um landið. „Það er virkilega ánægjulegt að innleiða þetta og byrja í dag. Við erum gríðarlega stolt af því og margar hendur sem hafa unnið að þessu. En síðan þarf að breyta áhættumatinu og reglugerðinni í réttum skrefum. Þetta er fyrsta skrefið í því ferli, mjög mikilvægt skref.“ Blóðgjöf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Hinsegin Landspítalinn Embætti landlæknis Tengdar fréttir Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Blóðbankans, segir það ekki rétt. Það hafi verið misskilningur hjá ráðherra þegar hann fullyrti þetta í fréttum í október. Það rétta sé að í dag hafi formlega verið tekin í notkun svokölluð NAT-skimun sem geti greint hvort blóðgjafar séu með lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV. „Við byrjuðum að keyra þessa NAT-skimun á öllum blóðgjöfum í dag. Þá erum við að skima fyrir þessum algengustu veirusýkingum fyrir lifrarbólgu og HIV. Við byrjuðum að keyra það í janúar en byrjuðum í dag að keyra þetta á öllum blóðgjöfunum okkar,“ segir Björn Rúnar. Þrjár nefndir þurfa að koma saman Hann segir að þessi skimun verði keyrð áfram í nokkra mánuði og á sama tíma þurfi þrjár nefndir að koma saman til að endurmeta áhættumat þar sem kveðið er á um að samkynhneigðir karlmenn séu í áhættuhópi og megi því ekki gefa blóð. Nefndirnar þrjár eru ráðgjafanefnd um blóðhlutanotkun, nefnd um blóðhlutanotkun á Landspítalanum og sóttvarnaráð. „Þau þurfa að taka afstöðu til þess hvort það eigi að breyta áhættumatinu. Það þarf að gera formlegt áhættumat um smitsjúkdóma og fara í ákveðnar ráðstafanir út frá því sem áhættumatið segir,“ segir Björn Rúnar og að ráðuneytið og landlæknisembættið framkvæmi eftir að þessar nefndir og ráð gefi sitt álit. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Björn Rúnar segir færri konur gefa blóð á Íslandi samanborið við önnur Evrópulönd. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar segir að loknu þessi ferli gæti íslenski blóðbankinn leyft samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Það hafi verið gert í Evrópu, en alltaf að undangengnu áhættumati. „Við erum búin að óska eftir því formlega við þessa aðila og bíðum bara eftir því hver niðurstaðan verður.“ Baráttumál í blóðgjöf Björn Rúnar segist hafa barist fyrir þessu máli frá því að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Hann hafi nú fengið fjárheimild fyrir skimuninni og hún komin í gagnið. Næst þurfi að sannreyna niðurstöður og bera saman við fyrri leiðir. Það verði gert í nokkra mánuði og þegar þau eru orðin sátt verði hægt að breyta þessu. „Það verður að gera það eftir að allt annað í þessu ferli á sér stað.“ Hann segir Blóðbankann alltaf vinna að því að fjölga blóðgjöfum. „Þetta er stórkostlegur hópur, og ómetanlegur, við gætum aldrei nógsamlega þakkað þeim. En við erum alltaf að reyna að stækka hópinn og sérstaklega reyna að fá fleiri konur sem blóðgjafa. Það skortir dálítið á það miðað við önnur Evrópu.“ Ný blóðgjafastöð í Kringlunni Hann segir margt á döfinni hjá þeim. Um miðjan ágúst verði opnuð ný blóðgjafastöð í Kringlunni og svo sé verið að innrétta lítinn blóðgjafabíl sem verði ekið um landið. „Það er virkilega ánægjulegt að innleiða þetta og byrja í dag. Við erum gríðarlega stolt af því og margar hendur sem hafa unnið að þessu. En síðan þarf að breyta áhættumatinu og reglugerðinni í réttum skrefum. Þetta er fyrsta skrefið í því ferli, mjög mikilvægt skref.“
Blóðgjöf Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Hinsegin Landspítalinn Embætti landlæknis Tengdar fréttir Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02 Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Blóðgjöf samkynhneigðra karla leyfð og ósáttar húsmæður Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið. 4. október 2024 18:02
Karlmenn sem stunda kynlíf með karlmönnum fá mögulega að gefa blóð eftir áramót Karlmenn sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum munu mögulega fá að gefa blóð eftir áramót, ef marka má svör heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, um breytingar á reglugerð um blóðgjafir. 22. nóvember 2022 06:47