Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 20:55 Formaður Fjölskylduhjálpar segir ekkert annað vera í stöðunni. Skjáskot/Sýn Matargjöfum Fjölskylduhjálpar Íslands verður hætt á morgun eftir 22 ára starfsemi. Formaður félagsins segir það stinga í hjartað og að tvískinnungsháttar gæti hjá stjórnvöldum. Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Fjölskylduhjálp Íslands hefur staðið fyrir matargjöfum í einni eða annarri mynd í 22 ár. Matarbankar Fjölskylduhjálpar hafa verið reknir síðustu þrjú árin annars vegar í Grófinni í Reykjanesbæ og hins vegar í Iðufelli í Breiðholti. Bara á síðasta ári voru 29 þúsundum matargjafa úthlutað og Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður segir lokunina munu hafa sitt að segja fyrir þá sem búa við fátækt á Íslandi. Ásgerður Jóna segir að Fjölskylduhjálp hafi undanfarin ár verið úthlutaður svokallaður velferðarstyrkur frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu en að það hafi ekki hlotið styrk þetta árið. Engin svör berist frá stjórnvöldum og með síhækkandi reikningum og íþyngjandi reglugerðum sé lítið annað í stöðunni en að hætta matargjöfum. „Þetta stingur okkur í hjartastað. Sjálfboðaliðarnir eru allir mjög sorgmæddir,“ segir hún. Síðasta úthlutunin á morgun Samhliða matargjöfum hefur Fjölskylduhjálp einnig rekið hringrásarverslanir að Baldursgötu í Reykjanesbæ og Iðufelli í Breiðholti. Tekjurnar af því ásamt styrkjum frá yfirvöldum hafi greitt leiguna en Ásgerður segir leiguna í Iðufelli nema 3,3 milljónum króna sem félagið hefur ekki ráð á. „Eina tekjuöflunin erufatabúðirnar. Síðan með öllu því sem við erum að borga þurfum við að borga gjaldkera, bókara úti í bæ og endurskoðanda. Síðan eru það tryggingar, bíltryggingar, síminn, netið og það sem við þurfum í samskipti. Þetta eru hátt í 3 milljónir á mánuði fyrir utan bensínkostnað. Þetta er fastur kostnaður sem við getum ekkert ýtt til hliðar. Ákvörðun var tekin um það að við yrðum bara að loka Matarbankanum,“ segir Ásgerður. Hringrásarverslanir Fjölskylduhjálpar hafa að mestu rekið matarbankana.Sýn Síðasta matarúthlutunin hefur þegar farið fram í Reykjanesbæ en á morgun verður síðasta matargjöfin veitt í Iðufelli. „Við getum ekkert meira gert, annars erum við komnar sjálfar í skuld. Við getum það ekki,“ segir Ásgerður. Mikið högg fyrir þá sem minnst hafa Hún segir tvískinnungsháttar gæta hjá stjórnvöldum sem styrki alls konar verkefni í þágu baráttunnar við loftslagsvána en skelli skollaeyrum við áköll Fjölskylduhjálpar sem sinnir því tvöfalda að draga úr matarsóun og aðstoða fátæka, öryrkja og hælisleitendur. Lokun matarbankanna komi einnig til með að bitna verulega á sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar sem horfi margir fram á brottvísun. „Okkur finnst þetta mjög leiðinlegt. Fyrir utan sextíu sjálfboðaliða sem koma alls staðar að og hafa stutt okkur alveg gríðarlega undanfarin ár. Fólk sem er að bíða eftir því að fá landvistarleyfi. Stór hópur sem þarf að fara af landi. Ofboðslega duglegt sem myndi þiggja vinnu um leið og þeir fengju landvistarleyfi,“ segir hún. Hún segist þó ánægð með samvinnuna sem Fjölskylduhjálp og fyrirtæki landsins hafi átt og hún vonast jafnframt til að Fjölskylduhjálp geti haldið áfram að styðja við þá sem eiga minnst á milli handanna. „Þetta mun hafa mikið að segja fyrr fólkið með lægstu launin. Ég hef fylgst með í 30 ár og ég finn að það hefur voðalega lítið breyst. Ef þú hugsar um einstæðar mæður og einstæða feður, þau hafa lítið og börnin þurfa að þola mikinn skort á ýmsu,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands.
Hjálparstarf Fjölskyldumál Hælisleitendur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum