Fótbolti

„Von­brigði að komast ekki í úr­slitin í fyrra“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Patrick Pedersen skoraði tvennu í kvöld.
Patrick Pedersen skoraði tvennu í kvöld. Vísir/Diego

„Mér fannst við spila vel, við byrjuðum ekki vel en við náðum að koma okkur inn í leikinn. Eftir 20 mínútur vorum við betra liðið á vellinum og ég er ánægður með frammistöðuna okkar í dag.“

Markakóngurinn Patrick Pedersen var með tvennu í dag og er hann ánægður með gengi liðsins upp á síðkastið.

„Síðustu leiki höfum við skorað fullt af mörkum og ég er ánægður með það. Við spiluðum góðan fótbolta í dag og ég er virkilega ánægður.“

„Það voru vonbrigði að komast ekki í úrslitaleikinn í fyrra, við vildum fara skrefinu lengra í ár og við viljum vinna bikarinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×