„Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2025 09:32 Bjarni Jóhannsson fagnar komu Jóns Daða. Vísir/Sigurjón Það kom ýmsum á óvart að Jón Daði Böðvarsson skildi fara í næst efstu deild hér heima er hann samdi við lið Selfoss í gær. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér að spila fyrir annað félag hérlendis. Þjálfari liðsins segir reisn yfir skiptunum. Jón Daði bindur enda á 13 ára atvinnumannaferil sem hefur dregið hann frá Noregi til Þýskalands og víðsvegar um Bretland, auk þess sem hann spilaði 64 landsleiki á leiðinni. Kominn er hins vegar tími fyrir þennan 33 ára gamla leikmann að koma heim. „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim. Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi,“ segir Jón Daði í samtali við Sýn. Jón Daði hafði möguleika á að spila fyrir fremstu lið landsins, enda enginn aukvisi þar á ferð. Það kom því einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að fara í botnbaráttu í næst efstu deild. En hann var aldrei í vafa. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“ Margur klórar sér eflaust í hausnum yfir því að fyrrum landsliðsmaður á besta aldri fari ekki í Bestu deild landsins. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, segir virðingarvert af hans hálfu að sýna hollustu og koma í heimahagana. „Mér finnst alltaf reisn yfir því þegar svona leikmenn, sem hafa átt farsælan atvinnumannaferil og landsliðsferil, snúi heim í heimahagana og gefi af sér það sem þeir eiga eftir. Það er mikil reisn yfir þessum félagaskiptum,“ segir Bjarni. Frétt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Viðtölin við Jón Daða og Bjarna í heild að neðan. Klippa: Bjarni Jó: Reisn yfir þessu Klippa: Gaf stóru liðunum langt nef: „Með fullri virðingu“ UMF Selfoss Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Jón Daði bindur enda á 13 ára atvinnumannaferil sem hefur dregið hann frá Noregi til Þýskalands og víðsvegar um Bretland, auk þess sem hann spilaði 64 landsleiki á leiðinni. Kominn er hins vegar tími fyrir þennan 33 ára gamla leikmann að koma heim. „Þetta er búið að vera ágætis ferðalag, þrettán ár úti og Ísland var farið að kalla mann heim. Dóttir mín er orðin sex ára gömul og maður vill að hún fari að finna fyrir smá stöðugleika í sínu lífi. Ég vildi líka koma heim á meðan ég er með eitthvað eftir á tanknum, vonandi,“ segir Jón Daði í samtali við Sýn. Jón Daði hafði möguleika á að spila fyrir fremstu lið landsins, enda enginn aukvisi þar á ferð. Það kom því einhverjum á óvart að hann hafi ákveðið að fara í botnbaráttu í næst efstu deild. En hann var aldrei í vafa. „Með fullri virðingu fyrir hinum liðunum, tilhugsunin um að spila fyrir annað félag en Selfoss sat bara ekki rétt í mér.“ Margur klórar sér eflaust í hausnum yfir því að fyrrum landsliðsmaður á besta aldri fari ekki í Bestu deild landsins. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, segir virðingarvert af hans hálfu að sýna hollustu og koma í heimahagana. „Mér finnst alltaf reisn yfir því þegar svona leikmenn, sem hafa átt farsælan atvinnumannaferil og landsliðsferil, snúi heim í heimahagana og gefi af sér það sem þeir eiga eftir. Það er mikil reisn yfir þessum félagaskiptum,“ segir Bjarni. Frétt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan. Viðtölin við Jón Daða og Bjarna í heild að neðan. Klippa: Bjarni Jó: Reisn yfir þessu Klippa: Gaf stóru liðunum langt nef: „Með fullri virðingu“
UMF Selfoss Lengjudeild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira