Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2025 10:32 Hjónin Hanna Katrín og Ragnhildur skelltu sér í golf í Borgarnesi í morgun eftir að hafa ekki komist í gær. Hér má sjá gamla mynd af þeim á Gufudalsvelli í Hveragerði. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gagnrýnd á samfélagsmiðlum í gær fyrir að vera með bókaðan tíma í golf um miðjan dag á þingtíma. Hún segist ekki hafa getað nýtt sér tímann í gær en ætli níu holur klukkan 9:30 í dag. Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála og fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, birti síðdegis í gær skjáskot af appinu Golfbox á samfélagsmiðlinum X. Þar mátti sjá upplýsingar um að Hanna Katrín og kona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, hefðu verið með rástíma í golfi klukkan 14:30 fyrr um daginn. Í ummælum við færsluna skrifaði annar X-verji að þær Hanna og Ragnhildur ættu aftur tíma í dag klukkan 9:30. Ráðherrann var því með rástíma í golf tvo daga í röð. Skjáskotið sem Gísli Freyr birti á X. Í Huginn og Muninn, einum af nafnlausu pistladálkum Viðskiptablaðsins, birtist í kjölfarið pistilinn „Hið ljúfa líf skattamálaráðherrans“ þar sem sagði að Hanna Katrín léti ekki „ráðherrajobbið og þingstörfin stoppa sig í að fara í golf á miðjum vinnudegi“. „En Hanna Katrín er áhyggjulaus. Þó svo einhverjir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi eða jafnvel Suðurlandi missi vinnunna vegna skattagleðinnar þá fer hún í golf. Á vinnutíma. Tvo daga í röð,“ sagði jafnframt í pistlinum. Aftur á móti var Hanna Katrín viðstödd þingfund í gær og tók þátt í atkvæðagreiðslu fyrri part dags. Ekki sama að skrá sig og að mæta „Það er ekki hið sama að skrá sig í golf og ná að mæta. Það varð ekkert úr golfi hjá okkur Hönnu Katrínu í dag. Hún hafði öðru að sinna. Kannski komumst við í fyrramálið. Ég væri kát með það, enda sjálf í fríi, eins og stóð reyndar til hjá okkur báðum,“ skrifaði Ragnhildur Sverrisdóttir, kona Hönnu, undir Facebook-deilingu Viðskiptablaðsins á pistlinum. Ragnhildur Sverrisdóttir í golfi á Gufudalsvelli sem virðist vera í uppáhaldi hjá hjónunum ef marka má samfélagsmiðla. Vísir hefur reynt að ná í ráðherra og aðstoðarmann hans í síma bæði í gærkvöldi og nú í morgun. Á endanum svaraði ráðherrann í textaskilaboðum rétt fyrir rástímann klukkan 9:30: „Ég gat því miður ekkki nýtt mér tímann í gær. Ætla að reyna að að stökkva níu holur núna. Vona að mér verði ekki hent burt vegna of margra símtala.“ Vísir hefur ekki náð frekara sambandi við ráðherrann en hringurinn í Borgarnesi hófst klukkan 9:30. Þingfundur hófst klukkan 10 þar sem til umræðu er fjármálaáætlun, síðari umræða. Í framhaldinu heldur umræða um breytingu á veiðigjaldi áfram en umræðan er orðin sú næstlengsta á Alþingi á síðari árum. Um viðveru þingmanna segir í þingskaparlögum: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina.“ Þó er ljóst að þetta ákvæði er þverbrotið sennilega á allflestum dögum þingsins nema kannski við upphaf þings og þinglok. Þegar mæting þingmanna er reiknuð út er það sömuleiðis gert út frá mætingu í atkvæðagreiðslur frekar en á þingfundi. Ráðherrar hafa sömuleiðis öðrum skyldum að gegna en þingmennsku og eru því yfirleitt með minni viðveru í þingsal. Alþingi Golf Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. 29. nóvember 2024 09:20 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi Þjóðmála og fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, birti síðdegis í gær skjáskot af appinu Golfbox á samfélagsmiðlinum X. Þar mátti sjá upplýsingar um að Hanna Katrín og kona hennar, Ragnhildur Sverrisdóttir, hefðu verið með rástíma í golfi klukkan 14:30 fyrr um daginn. Í ummælum við færsluna skrifaði annar X-verji að þær Hanna og Ragnhildur ættu aftur tíma í dag klukkan 9:30. Ráðherrann var því með rástíma í golf tvo daga í röð. Skjáskotið sem Gísli Freyr birti á X. Í Huginn og Muninn, einum af nafnlausu pistladálkum Viðskiptablaðsins, birtist í kjölfarið pistilinn „Hið ljúfa líf skattamálaráðherrans“ þar sem sagði að Hanna Katrín léti ekki „ráðherrajobbið og þingstörfin stoppa sig í að fara í golf á miðjum vinnudegi“. „En Hanna Katrín er áhyggjulaus. Þó svo einhverjir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi eða jafnvel Suðurlandi missi vinnunna vegna skattagleðinnar þá fer hún í golf. Á vinnutíma. Tvo daga í röð,“ sagði jafnframt í pistlinum. Aftur á móti var Hanna Katrín viðstödd þingfund í gær og tók þátt í atkvæðagreiðslu fyrri part dags. Ekki sama að skrá sig og að mæta „Það er ekki hið sama að skrá sig í golf og ná að mæta. Það varð ekkert úr golfi hjá okkur Hönnu Katrínu í dag. Hún hafði öðru að sinna. Kannski komumst við í fyrramálið. Ég væri kát með það, enda sjálf í fríi, eins og stóð reyndar til hjá okkur báðum,“ skrifaði Ragnhildur Sverrisdóttir, kona Hönnu, undir Facebook-deilingu Viðskiptablaðsins á pistlinum. Ragnhildur Sverrisdóttir í golfi á Gufudalsvelli sem virðist vera í uppáhaldi hjá hjónunum ef marka má samfélagsmiðla. Vísir hefur reynt að ná í ráðherra og aðstoðarmann hans í síma bæði í gærkvöldi og nú í morgun. Á endanum svaraði ráðherrann í textaskilaboðum rétt fyrir rástímann klukkan 9:30: „Ég gat því miður ekkki nýtt mér tímann í gær. Ætla að reyna að að stökkva níu holur núna. Vona að mér verði ekki hent burt vegna of margra símtala.“ Vísir hefur ekki náð frekara sambandi við ráðherrann en hringurinn í Borgarnesi hófst klukkan 9:30. Þingfundur hófst klukkan 10 þar sem til umræðu er fjármálaáætlun, síðari umræða. Í framhaldinu heldur umræða um breytingu á veiðigjaldi áfram en umræðan er orðin sú næstlengsta á Alþingi á síðari árum. Um viðveru þingmanna segir í þingskaparlögum: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina.“ Þó er ljóst að þetta ákvæði er þverbrotið sennilega á allflestum dögum þingsins nema kannski við upphaf þings og þinglok. Þegar mæting þingmanna er reiknuð út er það sömuleiðis gert út frá mætingu í atkvæðagreiðslur frekar en á þingfundi. Ráðherrar hafa sömuleiðis öðrum skyldum að gegna en þingmennsku og eru því yfirleitt með minni viðveru í þingsal.
Alþingi Golf Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. 29. nóvember 2024 09:20 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Þessi mættu best og verst í þinginu Fjórir þingmenn úr þremur flokkum voru með bestu mætinguna í atkvæðagreiðslur nýliðins þings, samkvæmt síðu sem tekið hefur saman ýmsa tölfræði um þingmenn og þingflokka yfir langt skeið. 29. nóvember 2024 09:20