Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2025 15:09 Ormurinn langi var gerður út frá Patreksfirði. Björgunarbátur á strandveiðibátnum sem sökk úti fyrir Patreksfirði á mánudag blés ekki út. Von er á flakinu til Reykjavíkur um helgina. Auk skipstjórans hundur hans um borð og hefur ekki fundist. Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Það var á tólfta tímanum á mánudaginn sem viðbragðsaðilar voru ræstir út eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Skipstjóri fiskibáts í grenndinni hafði tilkynnt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um atvikið. Báturinn væri sokkinn og einn maður væri í sjónum. Hífðu bátinn um borð í Freyju Um var að ræða strandveiðibátinn Orminn langa AK-64 sem Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður, gerði út frá Patreksfirði. Áhöfnin á björgunarskipinu Verði var fyrst á vettvang og var hann fluttur til Patreksfjarðar þar sem hann var úrskurðaður látinn. Strax um kvöldið fóru fulltrúar Landhelgisgæslunnar með sjómælingarbátinn Baldur á slysstað en hann er útbúinn fjölgeislamæla sem nýttist til að finna flakið. Varðskiptið Freyja var á svæðinu og köfuðu kafarar um tuttugu metra niður að flakinu og settu fast í hann. Var báturinn hífður um borð í Freyju í viðurvist fulltrúa lögreglu og rannsóknarnefndar sjóslysa. Auðunn Kristinsson, vakthafandi aðgerðarstjóri hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðgerðin hafi gengið vel. Aðstæður verið þokkalegar, mikill straumur en að öðru leyti fínar. Freyja sigli með bátinn til Reykjavíkur um helgina. Aðspurður segir Auðunn að björgunarbáturinn hafi ekki verið uppblásinn þegar flakið var híft um borð í Freyju. Nokkur alda á slysstað Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins, segir ekki tímabært að ræða mögulegar ástæður sjóslyssins á þessum tímapunkti. Um aðstæður á slysstað fyrir hádegi á mánudag segir Hlynur að þar hafi verið nokkur alda, ekki ládauður sjór. Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta er hannaður þannig að hann á að sleppa björgunarbát þegar skip er komið á fjögurra til sex metra dýpi. Þá vekur einnig spurningar hvers vegna ekkert neyðarboð barst frá Orminum langa. Enginn virðist hafa vitað af slysinu fyrr en skipstjóri á fiskibát á svæðinu varð var við slysið. Um borð með Magnúsi Þór var hundur hans. Það staðfestir Hlynur en hundurinn hafi ekki fundist á vettvangi slyssins. Jón Pétursson hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa segir vettvangsrannsókn lokið og frumrannsókn í gangi. Svo taki við fullnaðarrannsókn áður en nefndin skili skýrslu sinni um slysið. Rannsóknarnefndir samgönguslysa hafa þann tilgang að draga úr hættu á sambærilegum slysum í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira