Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2025 16:30 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Greint var frá því í fyrradag að búið væri að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið var hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda sagðist í samtali við Vísi ekki hafa áhyggjur af því að veiðarnar yrðu stöðvaðar í næstu viku þótt ekki myndi nást að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn kláraðist. Ráðherra gæti stækkað pottinn með reglugerð, líkt og ráðherra hefði gert í fyrra. Það er einmitt það sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gerði í dag, þegar hún jók aflaheimildir til strandveiða um eitt þúsund tonn. Nú er því heimilt að veiða ellefu þúsund tonn á yfirstandandi strandveiðitímabils. Í fréttatilkynningu þess efnist segir að svigrúm til aukinna aflaheimilda hafi skapast í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin hafi verið 5.478 tonn, sem 1.032 tonn af þorski hafi fengist fyrir og hefði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 komi fram að ríkistjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða. Í samræmi við það og til viðbótar við ofangreint hafi atvinnuvegaráðherra lagt fram frumvarp fyrir Alþingi í maí síðastliðnum um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið geri ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2024-2025 verði ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við aflamagn á fiskveiðiárinu 2024-2025. Strandveiðar Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að búið væri að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið var hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda sagðist í samtali við Vísi ekki hafa áhyggjur af því að veiðarnar yrðu stöðvaðar í næstu viku þótt ekki myndi nást að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn kláraðist. Ráðherra gæti stækkað pottinn með reglugerð, líkt og ráðherra hefði gert í fyrra. Það er einmitt það sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra gerði í dag, þegar hún jók aflaheimildir til strandveiða um eitt þúsund tonn. Nú er því heimilt að veiða ellefu þúsund tonn á yfirstandandi strandveiðitímabils. Í fréttatilkynningu þess efnist segir að svigrúm til aukinna aflaheimilda hafi skapast í gegnum viðskipti Fiskistofu á skiptimarkaði á íslenskri sumargotssíld. Boðin hafi verið 5.478 tonn, sem 1.032 tonn af þorski hafi fengist fyrir og hefði ekki verið ráðstafað á yfirstandandi fiskveiðiári. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 komi fram að ríkistjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða. Í samræmi við það og til viðbótar við ofangreint hafi atvinnuvegaráðherra lagt fram frumvarp fyrir Alþingi í maí síðastliðnum um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Frumvarpið geri ráð fyrir að á fiskveiðiárinu 2024-2025 verði ráðherra heimilt að ráðstafa auknu aflamagni til strandveiða til viðbótar við aflamagn á fiskveiðiárinu 2024-2025.
Strandveiðar Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira