Fótbolti

EM í dag: Kubb­mót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rass­vasanum

Sindri Sverrisson skrifar
Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson með Alishu Lehmann-spjaldið sem kom úr fyrsta pakka á EM.
Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson með Alishu Lehmann-spjaldið sem kom úr fyrsta pakka á EM. Vísir

Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp á meðan að stelpurnar okkar æfðu í bakgrunni fyrir stórleikinn við Sviss í Bern annað kvöld. Kubbmót stelpnanna, gleðifréttirnar af Glódísi og bænastund í kirkju voru meðal þess sem farið var yfir í þættinum.

Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson eru áfram á EM í fótbolta ásamt tökumanninum og ljósmyndaranum Antoni Brink.

Þeir fengu að taka upp þátt dagsins á síðustu opnu æfingu landsliðsins fyrir hálfgerðan úrslitaleik við heimakonur. Síðar í dag verður svo blaðamannafundur Íslands í beinni útsendingu á Vísi.

Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var með á æfingunni í dag, eftir veikindi, sem er auðvitað mikið fagnaðarefni. Það kom svo í ljós að strákarnir eru með stórstjörnu Sviss, sem að vísu spilar ekki mikið, í rassvasanum.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rass­vasanum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×