Fótbolti

Svona var fundur Ís­lands fyrir stór­leikinn við Sviss á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson á fjölmennum blaðamannafundi í Bern í dag.
Ingibjörg Sigurðardóttir og Þorsteinn Halldórsson á fjölmennum blaðamannafundi í Bern í dag. vísir/Anton

Þor­steinn Halldórs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta og Ingi­björg Sigurðar­dóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaða­manna­fundi á Wankdorf leik­vanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM.

Vísir er á svæðinu og hægt er að sjá upptöku frá blaðamannafundinum hér neðar í fréttinni. 

Þorsteinn skýrði stöðu Glódísar Perlu Viggósdóttur, sem glímt hefur við veikindi, en hann vonast til að hún geti spilað á morgun. Ákvörðun verður þó ekki tekin fyrr en um hádegisbil á morgun. 

Þá útskýrði Þorsteinn einnig þá ákvörðun að æfa ekki á keppnisvellinum í Bern í dag, heldur á æfingasvæði Íslands í Thun.

Ísland mætir gestgjöfum Sviss í annarri umferð riðlakeppni EM á morgun klukkan sjö að íslenskum tíma. Bæði lið töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferðinni og því um afar mikilvægan leik fyrir bæði lið vilji þau halda möguleikum sínum um sæti í átta liða úrslitum opnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×