Sport

Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Jamie Gittens skrifar undir sjö ára samning við Chelsea.
Jamie Gittens skrifar undir sjö ára samning við Chelsea. Chelsea FC

Chelsea hefur gengið frá kaupum á Jamie Gittens frá Borussia Dortmund fyrir um 48,5 milljónir breskra punda.

Þessi 20 ára gamli enski kantmaður kom til Dortmund frá akademíu Manchester City árið 2020, en hefur nú skrifað undir sjö ára samning við Chelsea.

Gittens skoraði 17 mörk og lagði upp 14 í 107 leikjum fyrir Borussia Dortmund. Hann átti frábæran fyrri hluta tímabils fyrir Dortmund á síðasta tímabili þar sem hann var á kantinum.

Eftir þjálfarabreytingar hjá liðinu var hann svo settur í vængbakvörð þar sem gekk ekki jafn vel.

Þetta eru fimmtu kaup Chelsea í sumar, en þeir hafa þegar fengið til sín Liam Delap, Joao Pedro, Dario Essugo og Mamadou Sarr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×