Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 08:16 Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, rekur heilsufyrirtækið Just Björn. Vísir/Samsett Björn Skúlason, eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, óskaði á föstudag Bandaríkjamönnum til hamingju þjóðhátíðardag sinn og sagði að fagna skyldi frelsinu „okkar.“ Á sautjánda júní birti hann fræðifærslu um meltingargerla. Björn Skúlason rekur fyrirtæki sem heitir Just Björn og sýslar með fæðubótarefni og heilsuvörur unnar með kollageni. Hugrakkar hetjur sem börðust fyrir frelsi „okkar“ Í fyrradag, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, birtist færsla á reikning fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskar Bandaríkjamönnum til hamingju með ansi athyglisverðu orðalagi, miðað við það að hann sé maki forseta Íslands. „Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í dag fögnum við frelsi okkar og hugrökku hetjunum sem börðust fyrir því. Söfnumst saman vinir og fjölskylda, grillum, horfum á flugelda og segjum sögur af samheldni og von,“ stendur í færslunni. Í umræddri færslu hvetur hann fylgjendur sína til að fagna Bandaríkjaher.Skjáskot Á sautjánda júní birtist ein færsla á reikningnum. Hún lýtur að næringarfræði og er henni ætlað að fræða fylgjendur um muninn á svokölluðum forlífsgerlum og meltingargerlum. „Þegar kemur að þarmaheilsu hefurðu eflaust heyrt talað um forlífsgerla og meltingargerla. Þeir kunna að hljóma líkir og báðir stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en þeir sinna ólíkum hlutverkum í meltingarkerfi okkar,“ segir í færslunni sem er ekki beint þjóðlegur fróðleikur. Fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er félagið Just Björn skráð í Delaware-ríki í austanverðum Bandaríkjunum sem er algengt fyrir fyrirtæki af sama toga og Björns sem eru rekin úr New York-ríki. Fyrirtækið er skráð sem svokallað public benefit corporation eða almannahagsmunafyrirtæki. Slík fyrirtæki skuldbinda sig til að taka tillit til hagsmuna hluthafa og samfélagsins í heild og gera grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum opinberlega. Birni Skúlasyni er umhugað um þarmaflóruna.Skjáskot Þó svo að fyrirtækið sé skráð í Bandaríkjunum er það óneitanlega rekið af Birni Skúlasyni af Bessastöðum og á eigin reikningi á samfélagsmiðlum titlar Björn sig fyrst og fremst stofnanda og forstjóra Just Björn. Delaware-ríki er ekki skylt að gefa upp starfsmannaskrár opinberlega þannig að ekki er hægt að sjá hvort samfélagsmiðlastjóri sé á mála hjá fyrirtækinu en Björn Skúlason talar ítrekað um sig í fyrstu persónu í færslum á reikningnum. Forseti Íslands 17. júní Halla Tómasdóttir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Björn Skúlason rekur fyrirtæki sem heitir Just Björn og sýslar með fæðubótarefni og heilsuvörur unnar með kollageni. Hugrakkar hetjur sem börðust fyrir frelsi „okkar“ Í fyrradag, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, birtist færsla á reikning fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann óskar Bandaríkjamönnum til hamingju með ansi athyglisverðu orðalagi, miðað við það að hann sé maki forseta Íslands. „Gleðilegan þjóðhátíðardag! Í dag fögnum við frelsi okkar og hugrökku hetjunum sem börðust fyrir því. Söfnumst saman vinir og fjölskylda, grillum, horfum á flugelda og segjum sögur af samheldni og von,“ stendur í færslunni. Í umræddri færslu hvetur hann fylgjendur sína til að fagna Bandaríkjaher.Skjáskot Á sautjánda júní birtist ein færsla á reikningnum. Hún lýtur að næringarfræði og er henni ætlað að fræða fylgjendur um muninn á svokölluðum forlífsgerlum og meltingargerlum. „Þegar kemur að þarmaheilsu hefurðu eflaust heyrt talað um forlífsgerla og meltingargerla. Þeir kunna að hljóma líkir og báðir stuðla að heilbrigðri þarmaflóru en þeir sinna ólíkum hlutverkum í meltingarkerfi okkar,“ segir í færslunni sem er ekki beint þjóðlegur fróðleikur. Fyrirtækið skráð í Bandaríkjunum Eftir því sem blaðamaður kemst næst er félagið Just Björn skráð í Delaware-ríki í austanverðum Bandaríkjunum sem er algengt fyrir fyrirtæki af sama toga og Björns sem eru rekin úr New York-ríki. Fyrirtækið er skráð sem svokallað public benefit corporation eða almannahagsmunafyrirtæki. Slík fyrirtæki skuldbinda sig til að taka tillit til hagsmuna hluthafa og samfélagsins í heild og gera grein fyrir samfélagslegum áhrifum sínum opinberlega. Birni Skúlasyni er umhugað um þarmaflóruna.Skjáskot Þó svo að fyrirtækið sé skráð í Bandaríkjunum er það óneitanlega rekið af Birni Skúlasyni af Bessastöðum og á eigin reikningi á samfélagsmiðlum titlar Björn sig fyrst og fremst stofnanda og forstjóra Just Björn. Delaware-ríki er ekki skylt að gefa upp starfsmannaskrár opinberlega þannig að ekki er hægt að sjá hvort samfélagsmiðlastjóri sé á mála hjá fyrirtækinu en Björn Skúlason talar ítrekað um sig í fyrstu persónu í færslum á reikningnum.
Forseti Íslands 17. júní Halla Tómasdóttir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels