Sport

Arsenal hefur náð sam­komu­lagi við Viktor Gyökeres

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Viktor Gyökeres virðist vera á leiðinni til Arsenal.
Viktor Gyökeres virðist vera á leiðinni til Arsenal. Diogo Cardoso/Getty

Arsenal hefur náð samkomulagi við sænska framherjann Viktor Gyökeres samkvæmt heimildum Aftonbladet.

Það hefur mikið verið rætt og ritað um hvert Gyökeres gæti farið í sumar en nú virðist sem Arsenal verði áfangastaðurinn.

Norður-Lundúna liðið hefur heldur betur gefið í, þegar kemur að leikmannakaupum. Þeir gengu frá kaupum á Martin Zubimendi í dag, og eru einnig að eltast við Noni Madueke frá Chelsea.

Arsenal á eftir að ná samkomulagið við Sporting um kaupverð, en það er búist við því að það mun klárast á næstu dögum.

Gyökeres verður líkast til dýrasti sænski leikmaður allra tíma með þessum félagsskiptum þar sem búist er við því að kaupverðið verði í kringum 70 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×