Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Íþróttadeild Sýnar skrifar 6. júlí 2025 21:06 Sandra María Jessen var öflug í kvöld en fékk litla aðstoð. Leiting Gao/BSR Agency/Getty Images Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins voru misgóðir í slæmu 2-0 tapi fyrir Sviss í öðrum leik liðsins á EM kvenna í fótbolta. Ísland er úr leik á mótinu. Úrslitin eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið sem fellur úr leik á mótinu. Tvö mörk Svisslendinga seint í síðari hálfleik innsigluðu örlög liðsins sem bíður enn sigurs á Evrópumóti frá árinu 2013. Glódís Perla var best íslensku leikmannana í kvöld og Sandra María Jessen var einnig öflug en einmana fremst á vellinum. Einkunnir liðsins má sjá að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [6] Öryggið uppmálað í sínum aðgerðum. Reyndi ekkert gríðarlega mikið á hana en sinnti sínu vel þegar á þurfti að halda. Gat lítið gert í góðri afgreiðslu af stuttu færi. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [5] Fer meidd af velli eftir rúmlega hálftímaleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Búin að ná sér af veikindunum og leiddi íslenska liðið í dag. Munar mikið um að hafa einn besta varnarmann heims í liðinu, bæði gæðanna og leiðtogahæfileikanna vegna. En það dugði skammt. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Fékk gult snemma leiks og maður óttaðist aðeins stöðuna. Komst nokkuð vel frá sínu og vörn íslenska liðsins hélt vel. Átti skot í slá snemma leiks en leikurinn hefði farið á annan veg væri boltinn örlítið neðar. Létur spila sig út í marki Svisslendinga. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Færist yfir í hægri bakvörð eftir meiðsli Guðnýjar. Sinnti sínu varnarlega en uppspilið ekkert stórkostlegt. Erfitt þó að setja út á varnarmenn Íslands hvað uppspilið varðar þegar uppleggið er greinilega að þeir sparki langt. Átti stórkostlega tæklingu og bjargaði marki undir lokin. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Komst ekki nægilega mikið í boltann en gerði sitt vel þegar reyndi á. Fulllangir kaflar þar sem miðjumenn Íslands komast ekki í boltann vegna uppleggsins. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [4] Svipað og með Alexöndru. Var dugleg og gerði sitt, en þurfti oft að fylgjast með löngum boltum fara yfir sig eða framhjá sér beint upp í efstu línu. Missir boltann klaufalega í marki Svisslendinga og gefur þeim aftur skyndisókn seinna í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk dauðafæri á 73. mínútu eftir langt innkast Sveindísar Jane en hitti boltann ekki. Skapaði ekki mikið og var mismikið í boltanum líkt og aðrir miðjumenn Íslands. Agla María Albertsdóttir, hægri vængmaður [4] Kom inn í byrjunarliðið fyrir Hlín en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var lítið í boltanum og skapaði ekki mikið fram á við. Sandra María Jessen, framherji [6] - Maður leiksins Dugleg í pressunni og sinnti sínu vel í fremstu línu. Dugleg að elta langa bolta sem fóru hist og her. Fítonskraftur í Söndru sem smitaði út frá sér, lagði meira í þennan leik en flestir í íslenska liðinu. Ein og yfirgefin stóran hluta leiksins en hélt alltaf áfram og skilaði heldur betur sínu í kvöld en vantaði upp á aðstoðina við hana. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [4] Þurfti að sinna mikilli varnarvinnu við að elta Iman Beney í hvert einasta sinn sem hún fór upp. Virtist þá vanta upp á kraftinn sóknarlega á móti. Kom ekki nægilega mikið út úr henni í kvöld. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 33. mínútu. [5] Gerði sitt í bakverðinum en engin stjörnuframmistaða. Stóð fyrir sínu stærstan part. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 67 . mínútu. [5] Kom inn af krafti og ógnaði meira en Agla María hafði gert á 67 mínútum þar á undan. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Sjá meira
Úrslitin eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið sem fellur úr leik á mótinu. Tvö mörk Svisslendinga seint í síðari hálfleik innsigluðu örlög liðsins sem bíður enn sigurs á Evrópumóti frá árinu 2013. Glódís Perla var best íslensku leikmannana í kvöld og Sandra María Jessen var einnig öflug en einmana fremst á vellinum. Einkunnir liðsins má sjá að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [6] Öryggið uppmálað í sínum aðgerðum. Reyndi ekkert gríðarlega mikið á hana en sinnti sínu vel þegar á þurfti að halda. Gat lítið gert í góðri afgreiðslu af stuttu færi. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [5] Fer meidd af velli eftir rúmlega hálftímaleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Búin að ná sér af veikindunum og leiddi íslenska liðið í dag. Munar mikið um að hafa einn besta varnarmann heims í liðinu, bæði gæðanna og leiðtogahæfileikanna vegna. En það dugði skammt. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Fékk gult snemma leiks og maður óttaðist aðeins stöðuna. Komst nokkuð vel frá sínu og vörn íslenska liðsins hélt vel. Átti skot í slá snemma leiks en leikurinn hefði farið á annan veg væri boltinn örlítið neðar. Létur spila sig út í marki Svisslendinga. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Færist yfir í hægri bakvörð eftir meiðsli Guðnýjar. Sinnti sínu varnarlega en uppspilið ekkert stórkostlegt. Erfitt þó að setja út á varnarmenn Íslands hvað uppspilið varðar þegar uppleggið er greinilega að þeir sparki langt. Átti stórkostlega tæklingu og bjargaði marki undir lokin. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Komst ekki nægilega mikið í boltann en gerði sitt vel þegar reyndi á. Fulllangir kaflar þar sem miðjumenn Íslands komast ekki í boltann vegna uppleggsins. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [4] Svipað og með Alexöndru. Var dugleg og gerði sitt, en þurfti oft að fylgjast með löngum boltum fara yfir sig eða framhjá sér beint upp í efstu línu. Missir boltann klaufalega í marki Svisslendinga og gefur þeim aftur skyndisókn seinna í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk dauðafæri á 73. mínútu eftir langt innkast Sveindísar Jane en hitti boltann ekki. Skapaði ekki mikið og var mismikið í boltanum líkt og aðrir miðjumenn Íslands. Agla María Albertsdóttir, hægri vængmaður [4] Kom inn í byrjunarliðið fyrir Hlín en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var lítið í boltanum og skapaði ekki mikið fram á við. Sandra María Jessen, framherji [6] - Maður leiksins Dugleg í pressunni og sinnti sínu vel í fremstu línu. Dugleg að elta langa bolta sem fóru hist og her. Fítonskraftur í Söndru sem smitaði út frá sér, lagði meira í þennan leik en flestir í íslenska liðinu. Ein og yfirgefin stóran hluta leiksins en hélt alltaf áfram og skilaði heldur betur sínu í kvöld en vantaði upp á aðstoðina við hana. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [4] Þurfti að sinna mikilli varnarvinnu við að elta Iman Beney í hvert einasta sinn sem hún fór upp. Virtist þá vanta upp á kraftinn sóknarlega á móti. Kom ekki nægilega mikið út úr henni í kvöld. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 33. mínútu. [5] Gerði sitt í bakverðinum en engin stjörnuframmistaða. Stóð fyrir sínu stærstan part. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 67 . mínútu. [5] Kom inn af krafti og ógnaði meira en Agla María hafði gert á 67 mínútum þar á undan.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Sjá meira