Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 08:02 Íslenska landsliðið á þessu EM og landsliðkonurnar Elísa Viðarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir með Sigurwin á EM í Svíþjóð 2013. Getty/Florencia Tan Jun/óskarój/KSÍ 17. júlí 2013 er merkilegur dagur fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Þetta er dagurinn sem íslenska landsliðið fagnaði síðast sigri á stórmóti. Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Síðan eru liðnir 4774 dagar eða ellefu ár, ellefu mánuðir og tuttugu og einn dagur. Íslenska liðið tapaði ekki leik á síðasta stórmóti, EM í Englandi 2022, en vann engan leik heldur. Tveir fyrstu leikirnir hafa tapast á EM í Sviss og allir leikirnir töpuðust á EM í Hollandi 2017. Sigurinn á móti Hollandi fyrir næstum því tólf árum skilaði íslenska liðinu í átta liða úrslit en í tveimur af síðustu þremur Evrópumótum hefur ballið verið búið fyrir síðasta leik í riðlinum. Níu leikir í röð á EM án sigurs. Þrjú jafntefli og sex töp. Vonbrigði og aftur vonbrigði á þremur Evrópumótum i röð. Á tveimur þeirra var liðið dottið úr leik fyrir síðasta leik í riðlinum. Þeir sem muna eftir Evrópumótinu eftirminnilega í Svíþjóð fyrir tólf árum gleyma líklega aldrei þætti hins smávaxna Sigurwins. Hver var þessi Sigurwin? Jú þetta var lukkudýr íslensku stelpnanna, gullfiskur sem þær ferðuðust með á leiki í litlu gullfiskabúri. Nafn hans var ekki aðeins ættað úr Vestmannaeyjum heldur var sett saman úr orðunum sigur og Win sem þýðir auðvitað auðvitað sigur á ensku. Það sást meðal annars til íslensku stelpnanna seta Sigurvin á grasið fyrir leikinn ógleymanlega á móti Hollandi þar sem fótbrotin Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið. Sigurinn kom íslenska liðinu í átta liða úrslitin. Örlög Sigurwins voru aldrei að fullu opinberuð en stelpurnar héldu því seinna fram að þær hafa verið að grínast þegar þær sögðust hafa sturtað honum niður í klósettið eftir tapið á móti Svíþjóð í átta liða úrslitunum. Hann var á lífi eftir allt saman en það mátti bara ekki flytja hann úr landi. Síðast fréttist af honum á leið í gæludýrabúð í Malmö. Hvað sem svarið er þá hafa íslensku stelpurnar ekki unnið leik siðan. Bölvun? Ég held nú ekki en það lítur þó út fyrir að Sigurwin hafi verið saknað mikið á þeim árum sem eru liðin. Það er ljóst að ekkert nema stoltið er undir í þessum lokaleik á móti Norðmönnum en jafnframt er þetta upplagt tækifæri til að hefja nýja vegferð í átt að bjartari tímum. Því þurfa stelpurnar okkar kannski bara að finna sér nýjan Sigurwin. Hann færði stelpunum trú á sínum tíma og liðið þarf trú og sigurvilja til að enda næstum því tólf ára bið eftir sigri. Í allri neikvæðninni sem umliggur liðið, eftir þessi miklu og síendurteknu vonbrigði, þá þarf eitthvað nýtt og ferskt til að brjóta sér leið út. Við þurfum jákvæða strauma. Þetta er lið sem er uppfullt af leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér. Það er ekkert annað í stöðunni en að kyngja og læra af þessu svekkelsi. Þess vegna fannst mér tilvalið að rifja upp tilveru og tíma Sigurwins sem lífgaði svo mikið upp á líf íslensku stelpnanna í Svíþjóð sumarið 2013. Kannski geta eldri leikmenn, eða starfsmenn, sagt stelpunum sem ekki þekkja söguna af þessum sigursæla gullfiski. Í versta falli til að fá þær til að brosa en í besta falli til að fá þær til að trúa.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira