Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2025 13:01 Halldór Árnason, þjálfari Blika, er spenntur fyrir leik kvöldsins er Evrópuvertíð Blika þetta árið fer af stað. vísir/sigurjón „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Egnatia hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. „Menn þurfa að láta útsýnið duga í þetta skiptið,“ segir Halldór en Blikar eru ekki þar ytra til að njóta sólar og hita. Þeir mega í raun fara sem minnst út í hitann, sem er rúmlega 30 gráður. „Nei, bara ekki neitt. Þetta eru bara örstuttir göngutúrar eftir máltíðir. Annars eru þetta bara fundir í stærri og smærri hópum og menn eru fyrst og fremst að hugsa um sig, andlega og líkamlega. Menn eru orðnir reyndir í þessu, hvernig dagurinn er nýttur. Menn vita að það tekur sinn toll að vera úti í sólinni í þessum hita,“ segir Halldór. Það er eflaust freistandi að kíkja á ströndina í Durres, en það er hreinlega ekki í boði.Getty Menn horfa þá öfundaraugum á vatnsrennibrautirnar við hlið hótelsins, eða hvað? „Það er vatnsrennibrautagarður öðru megin við okkur og ströndin hinu megin. Það er bara fínt að vera með freistingar, smá prófraun á agann. Menn hafa sannarlega staðist öll próf hingað til. Menn eru svo einbeittir að það er ekkert vandamál,“ segir Halldór. Sama félag en allt annað lið Andstæðingur dagsins hefur orðið albanskur meistari tvö ár í röð. Víkingur mætti liðinu í forkeppni Sambandsdeildarinnar síðasta sumar og vann samanlagðan 2-1 sigur. Eftir 1-0 tap heima fyrir unnu Víkingar 2-0 sigur ytra. Egnatia er þó með gjörbreytt lið frá því þá og geta Blikar lítið miðað við þá leiki. „Þetta eru tveir eða þrír leikmenn sem eru enn í lykilhlutverki. Aðrir eru nýir og svo hafa enn fleiri bæst við í sumar, þannig að við horfum lítið í leiki þeirra við Víkings. Þetta er sama félag en allt aðrir leikmenn,“ segir Halldór. Víkingur mætti liðinu þá liggur við á hlutlausum velli þar sem heimavöllur Egnatia uppfyllti ekki kröfur. Bót hefur verið gerð þar á, sem ætti að veita heimamönnum styrk fyrir kvöldið. „Þeir fá núna að spila á sínum heimavelli í fyrsta skipti í Evrópu. Þeir hafa þurft að spila á völlum annarsstaðar með fáa á vellinum. Þetta verður annað andrúmsloft í kvöld með fullan völl og komin smá pressa á þá að ná árangri í Evrópu,“ segir Halldór. Kokhraustir Albanir Albanskir fjölmiðlar virðast ekki hafa miklar áhyggjur af einvíginu við Breiðablik. Egnatia er með sterkan leikmannahóp og töluvert verðmætari en Blikar, samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt. „Ég sá að það væru 150 prósent líkur á að þeir komist áfram frá einhverjum blaðamanni og annan sem sagði 90 prósent. Þeir eru mjög kokhraustir. Þeir vísa mikið í virði leikmanna á Transfermarkt sem er áhugaverð leið til að meta þetta.“ En er það ekki bensín á ykkar eld? „Ekki spurning. Að vera með fullan völl og allt þetta, við spiluðum í Kósóvó í fyrra þar sem andstæðingurinn var ekki á sínum heimavelli og það var smá eins og æfingaleikur. Þetta hækkar orkustigið á öllu,“ segir Halldór. Líkt og áður segir hefst leikur kvöldsins klukkan 19:00 og verður hann sýndur beint á Sýn Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:50.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira