Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar 8. júlí 2025 16:02 Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi. Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040. Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég held að við upplifum flest áhyggjur þegar við lesum fréttir af því að bið fólks með krabbamein eftir því að komast í geislameðferð sé orðin tvöfalt lengri en sú hámarksbið sem miðað er við. Flest þekkjum við til og vitum hversu mikið álag er á fólki sem gengur í gegnum þessa erfiðu meðferð og sömuleiðis á ástvini þess. Það er hálfóhugsandi að ímynda sér stöðu þeirra sem hafa lokið lyfjameðferð og bíða bara eftir að geta haldið áfram sinni meðferð við þennan lífsógnandi óvin. Það er þess vegna gríðarlega mikilvægt að gripið verði strax í taumana. Það þarf að greina ástæður þessarar þróunar og ráðast strax í aðgerðir sem leysa málin til framtíðar. Við heyrum fréttir af því að nú sé verið að leita til starfsmannaleiga erlendis og að fólk verði sent á sjúkrahús í öðrum löndum til að fara í geislameðferð. Á meðan að það er skiljanlegt að verið sé að leita leiða til að leysa þennan bráðavanda, er líka alveg ljóst að þetta eru plástrar sem mega alls ekki festast í sessi. Við getum ekki boðið upp á það að fólk í sinni allra viðkvæmustu stöðu þurfi að kveðja bæði öryggið sitt og félags- og stuðningsnet til að fá meðferð í öðru landi. Vandinn er auðvitað flókinn, eins og oft er. En ég er fullviss um að hægt sé að snúa málum á rétta braut og það þarf að gerast ekki seinna en strax. Fram hefur komið að tækjakostur og fjöldi starfsmanna sé meginskýring á biðtímanum. Það þarf að tryggja fjármagn fyrir húsnæði og tækjakaupum en það má ekki gleyma því að tryggja þarf einnig mönnun sem getur staðið undir starfsemi við þrjá til fjóra línuhraðla sem heilbrigðisráðherra hefur sagt þurfa til. Ég tek undir það mat, en Krabbameinsfélagið hefur greint frá spám um að krabbameinstilfellum á Íslandi muni fjölga um 57% til ársins 2040. Það þarf að ráðast í greiningu og aðgerðir sem tryggja að á Íslandi verði nægilegur fjöldi geislafræðinga og sérfræðinga í geislalækningum sem sinna geislameðferð og hafi hæfni í íslensku. Við höfum staðið framarlega í baráttunni við krabbamein og skulum ekki missa þau verðmæti úr höndunum. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar