Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 10:02 Sveindísi Jane Jónsdóttur hefur gengið afar illa að skapa sér eitthvað á Evrópumótinu, bæði í ár og líka í Englandi fyrir þremur árum síðan. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir er hættulegasti sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið það undanfarin ár. Frammistaða hennar á tveimur Evrópumótum hefur alls ekki staðið undir væntingum. Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira