Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 09:03 Elon Musk stofnaði Grok árið 2023. Vísir/EPA Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta. Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta.
Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira