„Vissulega eru það vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 9. júlí 2025 12:46 Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Vísir/anton Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu. Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“ EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Ísland leikur lokaleik sinn á EM í Sviss á morgun gegn Noregi á Stockhorn leikvanginum í Thun. Að litlu er að keppa nema stoltinu fyrir íslenska liðið sem á ekki möguleika á því að fara upp úr sínum riðli eftir töp í báðum leikjum sínum til þessa. Þá hefur liðinu ekki tekist að koma boltanum í netið. Staða landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar hefur verið til umræðu í fjöl- og samfélagsmiðlum en Þorsteinn er með gildandi samning út undankeppni HM hið minnsta. Klippa: Klára mótið, koma sér heim og ræða málin „Við getum öll verið sammála því að vissulega eru það vonbrigði að eiga ekki möguleika á því að fara upp úr riðlinum, sér í lagi þar sem að það er einn leikur eftir, segir Þorvaldur, formaður KSÍ í samtali við íþróttadeild. Það var markmiðið að reyna komast upp en við sjáum marga góða hluti líka. Við verðum bara skoða það þegar heim er komið eftir síðasta leik en það eru margir góðir hlutir sem maður sér líka og við verðum að vera jákvæð yfir því líka.“ Aðspurður um stöðu landsliðsþjálfarans hafði Þorvaldur þetta að segja: „Ég hugsa að það segi sig sjálft, hvort sem að það gengur vel eða illa í mótum, að menn þurfa alltaf að setjast niður saman og sjá hvað vel hefur farið og hvað hefur ekki gengið nógu vel. Núna er einn leikur eftir og ekki tímabært að vera ræða neina hluti um það núna. Við klárum þetta mót, komum okkur heim og ræðum málin. Eins og komið hefur fram í máli Þorsteins landsliðsþjálfara mun hann setjast niður með formanni, stjórn og yfirmönnum KSÍ og við munum skoða málin.“ Ekki yfir neinu að kvarta Þorvaldur hefur sótt þónokkra leiki á yfirstandandi Evrópumóti og segir mótið hið allra glæsilegasta. „Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið skemmtilegt. Þetta er frábært mót, vel staðið að öllum hlutum hér bæði hvað varðar UEFA og svo Svisslendinga. Aðstæður eru til fyrirmyndar, mikið af áhorfendum og frábærir leikir. Það hefur verið frábært að vera hér.“ Aðstaðan sem að íslenska liðinu hafi verið boðið upp á sé framúrskarandi. „Við höfum ekki yfir neinu að kvarta hvað það varðar. Við erum mjög heppin með aðstöðu bæði hvað hótelið varðar en svo líka hér á æfingasvæðinu. Vellirnir hafa verið til fyrirmyndar og við höfum fengið góðan stuðning frá okkar fólki, það hefur verið fullt á völlunum. Þetta mót hefur gengið mjög vel og ég held að þetta verði eins og ég sagði áður en ég kom hingað eitt af bestu mótunum.“
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira