Innlent

Hvammsvirkjun í upp­námi og ó­kyrrð hjá Play

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf. Vísir

Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar segir að sótt verði um virkjunarleyfi á ný en framkvæmdastjóri Landverndar og formaður Náttúrugriða fagna niðurstöðunni.

Staða flugfélagsins Play er sterkari en áður þrátt fyrir að hætt hafi verið við yfirtökutilboð á öllu hlutaféi félagsins. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformunum en hann segir fyrirhugaðar breytingar á rekstrinum enn standa til. 

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins vera forsendu þess að samkomulag náist um þinglok. Fjármálaáætlun dúkkaði óvænt upp á dagskrá þingsins í gær, eftir að tillaga um að taka málið til umræðu var kolfelld fyrir hádegi.

Formaður Öryrkjabandalagsins segir ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem höfðu samræði við fatlaða konu, staðfesta að það megi brjóta á fötluðu fólki. Hún segir fötluðu fólki ekki trúað vegna skerðinga sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×