Innlent

Dettifoss vélar­vana úti á ballarhafi

Árni Sæberg skrifar
Dettifoss er nú vélarvana tæplega 400 mílur frá Íslandi.
Dettifoss er nú vélarvana tæplega 400 mílur frá Íslandi. TLS SHIPPING & TRADING.

Dettifoss, fragtskip Eimskips, er vélarvana um 390 mílur suðvestur af Reykjanestá, á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi, eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins.

Í fréttatilkynningu frá Eimskip segir að varðskipið Freyja sé haldið af stað til að draga Dettifoss til hafnar í Reykjavík, og er áætlað að Freyja komi að Dettifossi annað kvöld. 

Veður sé ágætt á svæðinu og áhöfn og skip séu ekki í hættu. Í skipinu sé vara á leiðinni til Grænlands og viðskiptavinir verði upplýstir um stöðu mála. Vonir standi til að viðgerð taki ekki langan tíma, eftir að skipið kemur til Reykjavíkur, og að það geti farið inn á hefðbundna áætlun frá Reykjavík í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×