Innlent

Bein út­sending: Krist­rún á­varpar þingið ó­vænt

Árni Sæberg skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur óvænt ávarp í þinginu í dag.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flytur óvænt ávarp í þinginu í dag. Vísir/Vilhelm

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpar þingheim óvænt í upphafi þingfundar í dag. Ekki liggur fyrir hvers vegna. Fulltrúar annarra flokka munu bregðast við ávarpinu að því loknu.

Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39 í gærkvöldi, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. 

Þingfundur dagsins hefst á ávarpi forsætisráðherra en samkvæmt dagskrá átti hann að hefjast á áframhaldandi umræðu um veiðigjöld.

Ávarpið má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×