Innlent

Vara við slysa­hættu vegna kaldavatnsleysis

Jón Þór Stefánsson skrifar
Veitur að verkum.
Veitur að verkum.

Vegna bilunar er kaldavatnslaust við Þingholtsstræti. Samkvæmt nýjustu uppfærslu á vef Veitna er búist við því að vatnið ætti að vera komið á klukkan sex í kvöld, en upphaflega var búist við því að kaldavatnslaust yrði milli hálf átta í morgun til eitt í dag.

Veitur vara við slysahættu vegna þessa, en einungis heitt vatn kemur úr blöndunartækjum.

„Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus,“ segir á vef Veitna þar sem beðist er velvirðingar á óþægindunum sem þetta gæti valdið fólki.

Breki Logason, samskiptastjori Orkuveitunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilunin sé komin til vegna brunahana sem gaf sig.

Fréttastofu bárust myndir frá Snorrabraut þar sem mátti sjá gufu rísa frá jörðu. Það er ótengt hinni biluninni, en að sögn Breka var það vegna minni háttar leka.

Gufu leggur frá Snorrabraut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×