Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar 10. júlí 2025 13:31 Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit með starfsháttum virðist í höndum rekstraraðila og velunnara né um ákveðnar persónur. Ölluheldur fjallar hún um sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu. Það skal einnig tekið fram að það starfsfólk sem ég ræddi við mætir til vinnu sinnar daglega af hugsjón og umhyggju fyrir fólkinu sem um ræðir í bland við eigin afkomuótta. Geðhjálp hefur í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að þeim einstaklingum sem eru hvað jaðarsettastir í samfélaginu. Það er átakanlegt að lesa þessa frásögn frá Bjargi þar sem í hverri línu birtist hið fullkomna áhugaleysi stjórnvalda gagnvart þeim hópi sem Bjarg og önnur úrræði hafa sinnt. Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið. Hvar er rannsóknarnefndin? Í kjölfar alvarlegra ábendinga vorið 2021, sem komu annars vegar fram í tengslum við vistheimilið Arnarholt og hins vegar í tengslum við geðdeildir Landspítalans, var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að fela forsætisráðherra að láta framkvæma úttekt til að ná utan um umfang vanrækslu og hugsanlegra lögbrota. Forsætisráðherra setti í kjölfarið á laggirnar nefnd sem safnaði ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Sérstök áhersla var lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag vegna mikilvægis þess að horfa ekki bara til fortíðar heldur einnig til nútímans. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í byrjun júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi: Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá var lagt til að rannsóknartímabilið yrði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt væri að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda yrði á meðal nefndarmanna. Lögð var þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fengi fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Seltjarnarnes Grímur Atlason Málefni fatlaðs fólks Vistheimili Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit með starfsháttum virðist í höndum rekstraraðila og velunnara né um ákveðnar persónur. Ölluheldur fjallar hún um sinnuleysi, lélegt utanumhald, gegnumgangandi og kerfislæga óvirðingu í garð fatlaðs fólks og mannfjandsamlegt kerfi sem fjársvelt reiðir sig á útvistanir sjálfsagðrar almenningsþjónustu. Það skal einnig tekið fram að það starfsfólk sem ég ræddi við mætir til vinnu sinnar daglega af hugsjón og umhyggju fyrir fólkinu sem um ræðir í bland við eigin afkomuótta. Geðhjálp hefur í mörg ár bent á eftirlitsleysi og úrræðaskort þegar kemur að þeim einstaklingum sem eru hvað jaðarsettastir í samfélaginu. Það er átakanlegt að lesa þessa frásögn frá Bjargi þar sem í hverri línu birtist hið fullkomna áhugaleysi stjórnvalda gagnvart þeim hópi sem Bjarg og önnur úrræði hafa sinnt. Á Alþingi setja menn hvert Íslandsmetið í málþófi en það er ekki vegna daglegra mannréttindabrota og eftirlitsleysi gagnvart aðbúnaði íbúanna á Bjargi og meðferð á þeim eða öðrum skjólstæðingum geðheilbrigðiskerfisins. Það fór ekki mínúta af ræðutíma í þann hóp á nýliðnu þingi þrátt fyrir að tilefnið væri ærið. Hvar er rannsóknarnefndin? Í kjölfar alvarlegra ábendinga vorið 2021, sem komu annars vegar fram í tengslum við vistheimilið Arnarholt og hins vegar í tengslum við geðdeildir Landspítalans, var þingsályktunartillaga samþykkt á Alþingi um að fela forsætisráðherra að láta framkvæma úttekt til að ná utan um umfang vanrækslu og hugsanlegra lögbrota. Forsætisráðherra setti í kjölfarið á laggirnar nefnd sem safnaði ítarlegum upplýsingum um starfsemi vistheimila fyrir fullorðið fatlað fólk með þroskahömlun og fullorðna með geðrænan vanda. Sérstök áhersla var lögð á aðbúnað og meðferð vistmanna á nýliðnum árum allt til dagsins í dag vegna mikilvægis þess að horfa ekki bara til fortíðar heldur einnig til nútímans. Nefndin skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni í byrjun júní 2022. Helstu niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi: Nefndin lagði til að rannsóknin færi fram samkvæmt fyrirmælum laga nr. 68/2011, um rannsóknarnefndir. Slíkt fyrirkomulag gæfi rannsóknarnefndinni sjálfstæði, styrkar rannsóknarheimildir og væri í samræmi við þann vilja Alþingis að almenn lög gildi almennt um slíkar rannsóknir. Þá var lagt til að rannsóknartímabilið yrði annars vegar frá 1970 - 2011 og hins vegar frá 2011 og til dagsins í dag. Nauðsynlegt væri að fatlað fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda yrði á meðal nefndarmanna. Lögð var þung áhersla á að gæta þess að fólk með þroskahömlun og fólk með geðrænan vanda fengi fullnægjandi aðstoð við að koma málum sínum á framfæri við nefndina og fylgja þeim eftir. Forsætisráðherra fól velferðarnefnd þá um sumarið að ljúka málinu og leggja fyrir þingið til samþykktar. Síðan eru liðnir 1.129 dagar og þetta mál hefur enn ekki fengið afgreiðslu úr velferðarnefnd. Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp hafa ítrekað sent inn fyrirspurnir á forsætisráðuneytið, velferðarnefnd og þingflokksformenn allra flokka þingsins til að reka á eftir málinu en ekkert hefur til rannsóknarnefndarinnar spurst. Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun