Körfubolti

Birkir Hrafn í NBA akademíunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir Hrafn í baráttunni við David Okeke í vetur.
Birkir Hrafn í baráttunni við David Okeke í vetur. Visir/anton brink

Körfuboltamaðurinn Birkir Hrafn Eyþórsson keppir um þessar mundir í NBA akademíunni en þar er hann í einu liði af heimsúrvalinu, global liðinu.

Í umræddri akademíu koma saman margir af efnilegastu leikmönnum heims sem eru undir tuttugu ára aldri. Leikmenn sem koma víðs vegar frá, í heiminum. Þarna eru aðeins leikmenn sem eru utan NBA-deildarinnar og háskólaboltans vestanhafs.

Birkir er fæddur árið 2006 og lék með Haukum í Bónusdeildinni á síðasta tímabili. Hann er Selfyssingur að upplagi og þykir einn efnilegasti leikmaður landsins.

NBA-leikmaðurinn Josh Giddey, leikmaður Chicago Bulls, komst inn í NBA-deildina eftir frábæra frammistöðu í NBA akademíunni. Hann var valinn sjötti í nýliðavalinu af OKC árið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×