Hélt á lokuðu umslagi Agnar Már Másson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. júlí 2025 20:09 Þingfokksformennirnir ræddu við fréttastofu í beinni í kvöld. Sýn Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Þung orð voru látin falla í þingsal í dag þar sem ákvörðun Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að fresta þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær án samráðs við forseta þingsins hefur verið gagnrýnd af stjórnarliðum en varin af stjórnarandstöðunni. Hildur sagðist í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum hafa talið sig fylgja réttu fyrirkomulagi. Skömmu eftir að formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi hófu fund sinn klukkan 17.00 í von um að stilla til friðar eftir hitaþingfund dagsins var hlé gert á fundinum. Stjórnarandstöðuformennirnir fóru afsíðis til að ræða málin sín á milli. Fundur þingflokksformanna átti að hefjast klukkan 19.30 en hann hefur tafist þar sem fundur formanna stendur enn yfir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti yfirlýsingu við upphaf þingfundar og sagði stöðuna fordæmalausa í sögu lýðveldisins og sagði minnihlutann ekki viðurkenna umboð meirihlutans og standa í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. Þá nefndi Kristrún einnig að stjórnarandstæðingar hefðu lagt fram umslög á fundinum. Formenn stjórnarandstöðunnar höfnuðu því aftur á móti í yfirlýsingu í dag að þeir hefðu lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hélt einmitt á umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Heimildarmenn Vísis úr röðum stjórnarliða segja að í þessu umslagi hafi verið frumvarp sem stjórnarandstaðan hafi lagt fram í þinglokaviðræðum. „Þurfum nú aðeins að sprauta okkur niður í orðavalinu“ Enn sést ekki fyrir endann á veiðigjaldaumræðunni í þinginu en Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði í fréttatíma Sýnar í kvöld að enn væri nóg eftir af umræðunni. „Þegar talað er um að þurfa að skjóta menn undir húsvegg og valdaránstilraun í nokkrum ræðum, sem er nú svona eitthvað sem að innifelur dauðarefsingu í mörgum löndum, þá held ég að við þingmenn þurfum nú aðeins að sprauta okkur niður í orðavalinu,“ sagði Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins. Hann vísaði þar meðal annars til orða Ingu Sæland félagsmálaráðherra og Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra. Bergþór telur þó að hnúturinn geti verið að leysast og að svigrúm sé til að ná saman í samningaviðræðum um þinglok. „Skýrt að greidd verði atkvæði“ Guðmundur Ari ítrekaði í fréttatímanum að síðustu vikurnar hafi verið fordæmalausar. Steininn hafi slegið út þegar Hildur frestaði þingfundinum í gærkvöldi í óþökk stjórnarliða. Ein af stóru spurningunum eftir hitafund dagsins er hvort stjórnin hyggist beita 71. grein þingskaparlaga til að þvinga veiðigjaldamálið í atkvæðagreiðslu. Eru stjórnarflokkarnir að gera sig tilbúna að beita einhverjum ákvæðum þannig að þið náið í gegn að það verði greitt atkvæði um þetta, klárið ekki umræðuna á hefðbundinn hátt? „Ég held að það sé alveg skýrt að það verði greitt atkvæði um þetta mál þegar málþófinu lýkur,“ svaraði Guðmundur en þingmenn eru sumir sagðir ýja að því hvort beita eigi lagaákvæðum til að binda endi á málþóf stjórnarandstöðunnar. Þegar uppi er staðið sé það meirihlutinn sem ræður. „Það er stjórnarmeirihlutinn sem ber ábyrgð á þeim málum sem hér fara í gegn og það er verkefni okkar þingmanna, bæði í meiri- og minnihluta, að tryggja það að þingstörfin gangi og mál gangi til atkvæðagreiðslu.“ Eins og að setja varalit á svín Hvenær þurfum við bara að ákveða að hleypa þessu máli í gegn, greiða atkvæði og útkljá það? „Það er nú býsna mikið eftir af þessum umræðum miðað við hversu illa unnið frumvarpið er,“ svaraði Bergþór sem bætti við að hluti vandans væri kannski sá hversu seint málið hafi komið fram. „Ég held að þetta hljóti nú svona með einum eða öðrum hætti að leiðast í jörðu á endanum. En málið er svo brogað að þetta er nú svona dálítið verkefnið eins og að reyna að setja varalit á svín,“ bætir Bergþór við. Guðmundur Ari bætir þó við að minnihlutinn geti ekki skýlt sér bak við að málið hafi ekki fengið nægilega þinglega meðferð. „Hér erum við að tala um það mál sem hefur fengið lengstu þinglegu meðferð í sögu Alþingis.“ Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Þung orð voru látin falla í þingsal í dag þar sem ákvörðun Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að fresta þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær án samráðs við forseta þingsins hefur verið gagnrýnd af stjórnarliðum en varin af stjórnarandstöðunni. Hildur sagðist í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum hafa talið sig fylgja réttu fyrirkomulagi. Skömmu eftir að formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi hófu fund sinn klukkan 17.00 í von um að stilla til friðar eftir hitaþingfund dagsins var hlé gert á fundinum. Stjórnarandstöðuformennirnir fóru afsíðis til að ræða málin sín á milli. Fundur þingflokksformanna átti að hefjast klukkan 19.30 en hann hefur tafist þar sem fundur formanna stendur enn yfir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti yfirlýsingu við upphaf þingfundar og sagði stöðuna fordæmalausa í sögu lýðveldisins og sagði minnihlutann ekki viðurkenna umboð meirihlutans og standa í vegi fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. Þá nefndi Kristrún einnig að stjórnarandstæðingar hefðu lagt fram umslög á fundinum. Formenn stjórnarandstöðunnar höfnuðu því aftur á móti í yfirlýsingu í dag að þeir hefðu lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hélt einmitt á umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Heimildarmenn Vísis úr röðum stjórnarliða segja að í þessu umslagi hafi verið frumvarp sem stjórnarandstaðan hafi lagt fram í þinglokaviðræðum. „Þurfum nú aðeins að sprauta okkur niður í orðavalinu“ Enn sést ekki fyrir endann á veiðigjaldaumræðunni í þinginu en Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, sagði í fréttatíma Sýnar í kvöld að enn væri nóg eftir af umræðunni. „Þegar talað er um að þurfa að skjóta menn undir húsvegg og valdaránstilraun í nokkrum ræðum, sem er nú svona eitthvað sem að innifelur dauðarefsingu í mörgum löndum, þá held ég að við þingmenn þurfum nú aðeins að sprauta okkur niður í orðavalinu,“ sagði Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins. Hann vísaði þar meðal annars til orða Ingu Sæland félagsmálaráðherra og Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra. Bergþór telur þó að hnúturinn geti verið að leysast og að svigrúm sé til að ná saman í samningaviðræðum um þinglok. „Skýrt að greidd verði atkvæði“ Guðmundur Ari ítrekaði í fréttatímanum að síðustu vikurnar hafi verið fordæmalausar. Steininn hafi slegið út þegar Hildur frestaði þingfundinum í gærkvöldi í óþökk stjórnarliða. Ein af stóru spurningunum eftir hitafund dagsins er hvort stjórnin hyggist beita 71. grein þingskaparlaga til að þvinga veiðigjaldamálið í atkvæðagreiðslu. Eru stjórnarflokkarnir að gera sig tilbúna að beita einhverjum ákvæðum þannig að þið náið í gegn að það verði greitt atkvæði um þetta, klárið ekki umræðuna á hefðbundinn hátt? „Ég held að það sé alveg skýrt að það verði greitt atkvæði um þetta mál þegar málþófinu lýkur,“ svaraði Guðmundur en þingmenn eru sumir sagðir ýja að því hvort beita eigi lagaákvæðum til að binda endi á málþóf stjórnarandstöðunnar. Þegar uppi er staðið sé það meirihlutinn sem ræður. „Það er stjórnarmeirihlutinn sem ber ábyrgð á þeim málum sem hér fara í gegn og það er verkefni okkar þingmanna, bæði í meiri- og minnihluta, að tryggja það að þingstörfin gangi og mál gangi til atkvæðagreiðslu.“ Eins og að setja varalit á svín Hvenær þurfum við bara að ákveða að hleypa þessu máli í gegn, greiða atkvæði og útkljá það? „Það er nú býsna mikið eftir af þessum umræðum miðað við hversu illa unnið frumvarpið er,“ svaraði Bergþór sem bætti við að hluti vandans væri kannski sá hversu seint málið hafi komið fram. „Ég held að þetta hljóti nú svona með einum eða öðrum hætti að leiðast í jörðu á endanum. En málið er svo brogað að þetta er nú svona dálítið verkefnið eins og að reyna að setja varalit á svín,“ bætir Bergþór við. Guðmundur Ari bætir þó við að minnihlutinn geti ekki skýlt sér bak við að málið hafi ekki fengið nægilega þinglega meðferð. „Hér erum við að tala um það mál sem hefur fengið lengstu þinglegu meðferð í sögu Alþingis.“
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira