Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. júlí 2025 07:33 Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun