Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 13:01 Sveindís Jane Jónsdóttir mætir til leiks í leikinn á móti Noregi í gær. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í gærkvöldi í lokaleik íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti) EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 4-3 á móti Noregi og íslensku stelpurnar skoruðu þarna sínu fyrstu mörk á mótinu. Mörkin komu en sigurinn ekki. Sveindís Jane kom Íslandi í 1-0 á sjöundu mínútu og lagði síðan annað markið mjög óeigingjarnt upp fyrir Hlín Eiríksdóttur á 85. mínútu. Hún varð þar með fyrsti leikmaður hjá íslensku landsliði, karlaliði og kvennaliði, til að skora og leggja upp í sama leik á Evrópumóti. Þarna erum við! Sveindís Jane kemur Íslandi yfir gegn Noregi. Ísland ætlar að kveðja með stæl 🇮🇸 pic.twitter.com/pRA9ksfJg5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Þetta var líka fyrsta mark og fyrsta stoðsending Sveindísar á stórmóti. Aðeins einn annar leikmaður íslenska kvennalandsliðsins hefur náð að vera með bæði mark og stoðsendingu á sama Evrópumóti en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir á EM í Englandi fyrir þremur árum síðan. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir eru hinar tvær sem hafa bæði skorað og lagt upp mark í úrslitakeppni EM en það gerðu þær á sitthvoru Evrópumótinu, Margrét Lára 2009 og 2013 en Dagný er sú eina sem hefur komið að þremur mörkum og hún gerði það á þremur Evrópumótum. Þarna! Hlín minnkar muninn eftir frábæran sprett Sveindísar. Þetta var vel klárað 🇮🇸 pic.twitter.com/4trMU1vpmf— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 10, 2025 Dagný skoraði á EM 2013 og á EM 2022 og lagði upp mark á EM 2017. Íslenska karlalandsliðið skoraði átta mörk á EM í Frakklandi 2016 en engum leikmanni liðsins tókst bæði að skora og leggja upp mark í sama leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson eru einu karlarnir sem hafa náð að vera bæði með mark og stoðsendingu á sama Evrópumótinu en þeir voru með eitt af hvoru á Evrópumótinu í Frakklandi 2016. Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
Mörk og stoðsendingar íslenska kvennalandsliðsins í sögu EM EM í Finnlandi 2009 - 1 mark 1) Hólmfríður Magnúsdóttir (Stoðsending: Margrét Lára Viðarsdóttir) EM í Svíþjóð 2013 - 2 mörk 2) Margrét Lára Viðarsdóttir (víti) 3) Dagný Brynjarsdóttir (Hallbera Guðný Gísladóttir) EM í Hollandi 2017 - 1 mark 4) Fanndís Friðriksdóttir (Dagný Brynjarsdóttir) EM í Englandi 2022 - 3 mörk 5) Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Karólína Lea Vilhjálmsdóttir) 6) Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Frákast af varnarmanni) 7) Dagný Brynjarsdóttir (víti) EM í Sviss 2025 - 3 mörk 8) Sveindís Jane Jónsdóttir (Frákast af skalla Alexöndru Jóhannsdóttur) 9) Hlín Eiríksdóttir (Sveindís Jane Jónsdóttir) 10) Glódís Perla Viggósdóttir (víti)
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira