Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 09:03 Þorsteinn Halldórsson og Þóra Björg Helgadóttir. Hann vill halda áfram og hún vill ekki að hann haldi áfram. Getty/Manuel Winterberger/Vísir/Vilhelm Besti markvörður íslenska kvennalandsliðsins frá upphafi er hörð á því að hún vill sjá nýjan þjálfara hjá liðinu. Henni hugnast það ekki að Þorsteinn Halldórsson fái að halda áfram en framtíð landsliðsins var rædd í Besta sætinu. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Eftir þrjá tapleiki í röð og sjö mörk fengin á sig er ljóst að eitthvað mikið fór úrskeiðis á þessu móti. Íslenska liðið var mögulega í léttasta riðlinum en fékk ekki eitt stig. Einkennislaust lið sem reynir tvennt en slakt í báðu Aðspurðar um identity, eða einkennismerki og leikaðferð liðsins, var fátt um svör hjá sérfræðingurinum. „Það er erfitt að benda á það. Ég veit það ekki,“ sagði Ásta Eir. „Ég get ekki svarað þessu,“ sagði Þóra. Fyrir einhverjum árum, þegar Þóra var í liðinu, var það sterkur varnarleikur og barátta. Minna sé af því í dag og erfitt að sjá hvaða leiðir liðið reynir að fara í dag. Önnur lið, líkt og andstæðingar Íslands í Finnlandi og Sviss séu skýrari í sínum leik. Finnland hafi þróað sinn leik upp yngri landsliðin og vilji halda betur í bolta sem gangi vel. Sviss spili skyndisóknabolta sem henti leikmönnum þess liðs. En íslenska liðið viti ekki eins vel hvað það sé, reyni bæði og útkoman að liðið er slakt í báðu. „Við erum að reyna bæði, en hvorugt er að takast. Sem er smá sorglegt,“ segir Ásta. Þögn í salnum Þjálfarinn ber ábyrgð á spilamennsku liðsins og framtíð Þorsteins Halldórssonar í starfi hefur verið til umræði í vikunni. „Það getur vel verið að Steini haldi áfram og þá þarf bara að setjast niður og fara hressilega yfir málin,“ sagði Ásta og það var bókstaflega þögn í salnum. „Hvað eru þetta orðin sex ár,“ sagði Þóra. „Nei ekki svo mikið. Hann tók við rétt fyrir EM 2022,“ svaraði Ásta. Þorsteinn Halldórsson tók við íslenska landsliðinu af Jóni Þór Haukssyni í janúar 2021. Þetta eru því orðin fjögur og hálft ár. „Mér finnst það nægur tími til að sjá jákvæða þróun hjá liðinu sem mér finnst við ekki vera að sjá. Ég mun gráta í koddann ef það verður raunin [að hann haldi áfram],“ sagði Þóra. Á að vera með félagslið „Ekkert gegn honum. Ég held bara að hann eigi að vera með félagslið,“ sagði Þóra. Já hann er frábær félagsliðaþjálfari,“ sagði Ásta sem lék undir stjórn Þorsteins hjá Breiðabliki. Blikar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar og tvisvar bikarmeistarar undir hans stjórn. „Mér finnst þetta vera tvær ólíkar íþróttir, að vera landsliðsþjálfari eða félagsliðaþjálfari,“ sagði Þóra. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Besta sætið KSÍ Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira