„Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 11:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar hér langþráðu mark með markaskoraranum Sveindísi Jane Jonsdóttur. Markið kom eftir horn frá Karólínu og var fyrsta mark íslenska liðsins í mótinu eftir 186 mínútna bið. Getty/Maja Hitij Bestu leikmenn íslenska liðsins hafa hlotið gagnrýni þegar hlutirnir gengu ekki upp á Evrópumótinu í Sviss. Sökin liggur miklu víðar í leikmannahópnum samkvæmt tveimur sigursælum reynsluboltum sem mættu í Besta sætið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira