Spánn á­fram með fullt hús stiga

Siggeir Ævarsson skrifar
Spánverjar höfðu ástæðu til að brosa í kvöld
Spánverjar höfðu ástæðu til að brosa í kvöld Vísir/Getty

Spánn vann torsóttan 3-1 sigur á Ítalíu í kvöld á Evrópumótinu í Sviss og vinnur því B-riðil með fullt hús stiga.

Ítalir komust yfir á 10. mínútu en Spánverjar voru fljótir að jafna. Ítalir vörðust vel í leiknum en sóttu lítið enda hefði þurft einhver kraftaverkaúrslit í leik Portúgal og Belgíu til að ýta Ítölum niður í 3. sæti.

Esther González innsiglaði 3-1 sigur Spánar með marki í uppbótartíma og er markahæst á mótinu með fjögur mörk.

Spánn og Ítalía eru því bæði komin áfram í 8-liða úrslit.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira