„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2025 11:54 Guðlaugur Þór segir daginn dimman dag í sögu Alþingis. Vísir/Anton Brink Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Guðlaugur Þór tók til máls þegar þingmönnum var gefið tækifæri til að ræða atkvæðagreiðslu um tillögu forseta Alþingis um að ljúka annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra. Orðræða formanns þingflokks Samfylkingar sé þvættingur Hann hóf ræðu sína á því að segja málflutning Guðmundar Ara Sigurjónssonar, þingflokksformanns Samfylkingar, í ræðu hans um tillöguna, fullkominn þvætting. Guðmundur Ari hafði skömmu áður sagt að hann virti ákvörðun forseta og myndi greiða atkvæði með tillögu hans. Mikilvægt væri að málið fengi þinglega meðferð og að greidd yrðu atkvæði um málið í heild sinni að lokum. Hann talaði um 71. greinina sem „lýðræðisákvæði þingskapa,“ sem stæði vörð um það að minnihlutinn hefði ekki neitunarvald. Þetta þykir Guðlaugi Þór sem sagt þvættingur. Samið um mál hvert einasta ár Guðlaugur Þór sagði að allar aðrar ríkisstjórnir hefðu fyrir löngu tekið frumvarpið til baka og unnið það almennilega, enda væri það vanbúið og hefði komið of seint fram. „Það er ekkert nýtt í því. Hvert einasta ár hafa hæstvirt ríkisstjórn og háttvirt stjórnarandstaða samið um hin ýmsu mál. Þó er algjörlega ljóst, allir vita og það er enginn mótfallinn því, að hæstvirt ríkisstjórn mun hækka skatta. Ekki bara hér, það er alveg vitað, en þetta mál er annars eðlis. Hins vegar er stóra málið í þessu að hér er búið að skapa fordæmi, virðulegi forseti, sem mun valda einhverju sem við sjáum ekki fyrir. Það er eitt algjörlega öruggt, það er ekki gott. Þess vegna, virðulegi forseti, er þetta mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei“ Guðlaugur Þór nýtti tækifærið og gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði þjóðina mega vera stolta af sögu þingsins, en dagurinn í dag væri ekkert til að vera stoltur af. „Og það er alvarlegt þegar hér koma háttvirtir þingmenn, sem hafa verið í heila sjö mánuði á þingi, og segja okkur hvernig þetta hefur verið. Og vita augljóslega ekkert um hvað þeir eru að tala.“ Það sé alvarlegur tónn sem heyrist í stjórnarþingmönnum, um að svona eigi framhaldið að vera. „Það liggur alveg fyrir að þessi ríkisstjórn hefur, og ætlar að starfa eftir þeim orðum: Ég á þetta, ég má þetta. Það eru hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi.“ Ákvörðun um að beita 71. grein myndi hafa miklu alvarlegri afleiðingar í för með sér en hægt væri að sjá fyrir sér núna. „Ég stend með Alþingi, ég stend með lýðræðinu, og ég segi nei.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira