Innlent

Varð­skipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Varðskipið Þór er flaggskip Landhelgisgæslunnar.
Varðskipið Þór er flaggskip Landhelgisgæslunnar.

Varðskipið Þór er væntanlegt til landsins í næstu viku eftir að hafa verið í slipp í Noregi í rúman mánuð.

Þetta segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við fréttastofu.

Varðskipið Þór hélt til Stavangurs í Noregi í slipp 27. maí síðastliðinn, en til stendur að skipið fari á flot á mánudaginn og haldi til Íslands.

„Já, það er búið að mála, hreinsa af því málningu, botnmálningu og annað, geral það fínt og snurfusa það til. Það er væntanlegt á Íslandsmið í næstu viku,“ segir Ásgrímur.

Skipinu verði í beinu framhaldi siglt til Íslands þar sem það fer beint í eftirlitsferð og önnur gæsluverkefni.

„Fer beint í hefðbundið eftirlit, og svona tilfallandi verkefni sem koma inn á boð hjá okkur daglega,“ segir Ásgrímur.

Búið er að snurfusa skipið til.
Allt að verða fínt.
Skipið verður sjósett á mánudaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×