Innlent

Sögu­legur dagur á Al­þingi og vændi í Airbnb-íbúðum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.

Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið.

Lögregla tilkynnti í dag að 36 hugsanlegir þolendur vændismansals hefðu fundist í umfangsmiklum aðgerðum í júní. Langalgengast er að vændisstarfsemi fari fram í Airbnb-íbúðum hér á landi, sem eru leigðar út undir fölsku flaggi.

Við lítum við í sundlaug Akureyrar, þar sem forstöðumaðurinn skemmtir sundlaugargestum reglulega með gítarspili og söng.

Fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu segir KSÍ þurfa að leggjast yfir málefni kvennalandsliðsins, eftir svekkjandi útkomu á EM.

Þetta í þéttum fréttatíma á Sýn, Bylgjunni og Vísi klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×