Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 20:17 Karl Héðinn segir marga kjósendur VG nú ætla að kjósa Sósíalista. Vísir/Ívar Fannar Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur greint frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við sextán ára stúlku í sumarbúðum Pírata árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Málið varð til þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata. Karl Héðinn greindi frá þessu í Facebook-færslu fyrr í kvöld. Hann segist aldrei hafa rætt málið við neinn utan Ungra Pírata á sínum tíma nema við fjölskyldu og vini. Hann hafi ákveðið að greina frá sambandinu því Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, hafi ýjað að málinu opinberlega og krafið sig um svör. Því vilji hann segja skýrt og rétt frá. Kynntust í sumarbúðum Pírata „Þegar ég var 22 ára, árið 2017, var ég í sumarbúðum Pírata í Evrópu í Svíþjóð þar sem ungliðar víðast hvar úr Evrópu hittust. Þar kynntist ég stelpu frá Austurríki sem var þá 16 ára og við féllum hvor fyrir öðru,“ segir Karl. Hann segist enn vera góður vinur stelpunnar og þau hafi síðast talað saman í dag vegna „stöðunnar sem er uppi“. „Fyrir nokkrum árum spurði ég hana hvort, eftir á, hún hefði haft slæma upplifun af kynnum okkar og hvort hún sæi eftir þeim. Hún fullvissaði mig um að svo væri ekki, að hún sæi ekki eftir neinu og þakkaði mér fyrir að spyrja. Hún sagði það sama áðan,“ segir hann. Þá segir Karl að Dóra Björt Guðjónsdóttir, sem var þá formaður Ungra Pírata, hafi beðið hann um að segja sig frá stjórn Ungra Pírata vegna málsins. Hann hafi ekki viljað valda flokknum skaða og orðið við beininni „án nokkurs múðurs“. Sjá einnig: Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sósíalistaflokkurinn hefur logað stafnanna á milli undanfarna mánuði vegna klofnings í flokknum og hallarbyltingar sem Karl Héðinn og aðrir stóðu að gegn fylkingu Gunnars Smára. Klofninginn má rekja opinberlega aftur til mars þegar Karl sakaði Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Sambandið löglegt og með samþykki beggja Stelpan umrædda, Cosma Tieber, skrifar athugasemd við færslu Karls Héðins þar sem hún segir ástarsambandið hafa verið löglegt, með samþykki beggja aðila og eitthvað sem hvorki hún né Karl sjá eftir. Þá þykir henni mjög miður að samband þeirra sé dregið inn í opinbera umræðu á hátt sem snúi því upp í eitthvað skammarlegt. Hún segir óheiðarlegt að brengla persónulega sögu til að skaða orðspor fólks. Hér fyrir neðan má sjá færslu Karls Héðins í heild sinni. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Karl Héðinn greindi frá þessu í Facebook-færslu fyrr í kvöld. Hann segist aldrei hafa rætt málið við neinn utan Ungra Pírata á sínum tíma nema við fjölskyldu og vini. Hann hafi ákveðið að greina frá sambandinu því Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, hafi ýjað að málinu opinberlega og krafið sig um svör. Því vilji hann segja skýrt og rétt frá. Kynntust í sumarbúðum Pírata „Þegar ég var 22 ára, árið 2017, var ég í sumarbúðum Pírata í Evrópu í Svíþjóð þar sem ungliðar víðast hvar úr Evrópu hittust. Þar kynntist ég stelpu frá Austurríki sem var þá 16 ára og við féllum hvor fyrir öðru,“ segir Karl. Hann segist enn vera góður vinur stelpunnar og þau hafi síðast talað saman í dag vegna „stöðunnar sem er uppi“. „Fyrir nokkrum árum spurði ég hana hvort, eftir á, hún hefði haft slæma upplifun af kynnum okkar og hvort hún sæi eftir þeim. Hún fullvissaði mig um að svo væri ekki, að hún sæi ekki eftir neinu og þakkaði mér fyrir að spyrja. Hún sagði það sama áðan,“ segir hann. Þá segir Karl að Dóra Björt Guðjónsdóttir, sem var þá formaður Ungra Pírata, hafi beðið hann um að segja sig frá stjórn Ungra Pírata vegna málsins. Hann hafi ekki viljað valda flokknum skaða og orðið við beininni „án nokkurs múðurs“. Sjá einnig: Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sósíalistaflokkurinn hefur logað stafnanna á milli undanfarna mánuði vegna klofnings í flokknum og hallarbyltingar sem Karl Héðinn og aðrir stóðu að gegn fylkingu Gunnars Smára. Klofninginn má rekja opinberlega aftur til mars þegar Karl sakaði Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Sambandið löglegt og með samþykki beggja Stelpan umrædda, Cosma Tieber, skrifar athugasemd við færslu Karls Héðins þar sem hún segir ástarsambandið hafa verið löglegt, með samþykki beggja aðila og eitthvað sem hvorki hún né Karl sjá eftir. Þá þykir henni mjög miður að samband þeirra sé dregið inn í opinbera umræðu á hátt sem snúi því upp í eitthvað skammarlegt. Hún segir óheiðarlegt að brengla persónulega sögu til að skaða orðspor fólks. Hér fyrir neðan má sjá færslu Karls Héðins í heild sinni.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira