Handbolti

Elín Jóna ó­létt og verður ekki með á HM

Siggeir Ævarsson skrifar
Elín Jóna fagnar á EM í fyrra.
Elín Jóna fagnar á EM í fyrra. Vísir/Getty

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir mun ekki leika með íslenska handboltalandsliðinu á komandi heimsmeistaramóti sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi í lok nóvember og byrjun desember en hún á von á barni.

Elín tilkynnti sjálf um tíðindin á Instagram í dag þar sem hún segir að nýr kafli sé framundan hjá henni og unnusta hennar hinum danska Magnus Hyttel.

Elín hefur undanfarin ár verið annar af tveimur aðalmarkvörðum landsliðsins og er komin með 70 landsleiki í sarpinn. Þá hefur hún leikið í Danmörku samhliða námi og lék síðast með Aarhus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni en liðið féll í vor.

Landsliðið á næst leik gegn Dönum þann 20. september og í október leikur liðið gegn Færeyjum og Portúgal í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×