Sport

Það verða tón­leikar í hálf­leik á úr­slitum HM fé­lags­liða

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Doja Cat verður meðal tónlistarmanna sem spila í hálfleik.
Doja Cat verður meðal tónlistarmanna sem spila í hálfleik. EPA/JUSTIN LANE

Það verða tónleikar á MetLife vellinum í hálfleik þegar Chelsea og PSG mætast í úrslitaleik HM félagsliða í kvöld.

Sviðið sem verður spilað á, hefur verið í byggingu síðustu vikur fyrir ofan völlinn á meðan leikið hefur verið á vellinum.

Þetta verður í fyrsta skipti sem það verða tónleikar í hálfleik á félagsliðamóti sem FIFA heldur. Planið er að atriðið muni standa yfir í 15 mínútur en það er líklegt að fótboltinn þurfi að bíða lengur en þær 15 mínútur sem hálfleikspásan er yfirleitt.

J Balvin, Doja Cat, Tems og Emmanuel Kelly verða tónlistarmennirnir sem koma fram. Einnig verður skemmtun fyrir leik þar sem Robbie Williams og Laura Pasini munu troða upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×