„Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2025 06:39 Matthías Matthíasson segir unga fanga helst vera þá sem beiti ofbeldi. Vísir Ungir fangar er líklegasti hópurinn til að beita fangaverði ofbeldi og erfiðast er að ná til þeirra. Teymisstjóri segir um indæla menn að ræða sem fái þrátt fyrir það stórfurðulegar og ofbeldisfullar hugmyndir. Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“ Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Formaður félags fangavarða sagði í fréttum okkar í gærkvöldi að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist til muna að undanförnu. Í síðustu viku þurfti að kalla til sérsveit ríkislögreglustjóra þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni og gerðu tilraun til að byrgja sig inni í eldhúsi fangelsisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru fangarnir rúmlega tvítugir. Matthías Matthíasson teymisstjóri geðheilsuteymis fanga segir fanga á þessum aldri vera líklegasta til að beita ofbeldi innan veggja fangelsanna. „Þetta eru ungir einstaklingar, ungir menn á aldrinum kannski 20 til 25 ára sem fá misóheppilegar hugmyndir, í rauninni oft arfaslakar hugmyndir um að þetta sé leiðin til að bregðast við einhverju sem þeim hafi ekki líkað eða eitthvað slíkt.“ Stórfurðulegar aðgerðir Mennirnir séu upp til hópa almennilegir menn en félagsskapur, þroski og áhrif hugmynda úr bíómyndum hafi mikil áhrif á hegðun þeirra. „Þetta er einhver svona menning sem er að myndast hjá þessum strákum, hefur kannski verið til í gegnum tíðina en við sjáum þetta kannski skýrar núna, menning sem hvetur þá til þess að grípa til einhverja aðgerða sem eru í rauninni allt að jafnvel stórfurðulegar,“ segir Matthías. „Ráðast á fangaverði, setja sig í stellingar, breyta úri í hnúajárn, barrikera svo ég sletti nú dyrnar á ganginum, þannig að þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum.“ Erfitt sé fyrir starfsfólk geðheilbrigðisteymisins að ná til þessara fanga og segir Matthías þörf á fleira starfsfólki. Mörg dæmi séu um að hegðun fanga batni eftir því sem þeir eldast. „Það er ákveðin kenning um það að testesterónið hættir að vera eins áhrifamikið í skrokknum og þá róast allir hlutir og það er líka bara margt annað sem spilar inn í, samfélagslegir hlutir, þeir fara að festa ráð sitt, finna sér maka eða eitthvað slíkt.“
Fangelsismál Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?