„Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Lovísa Arnardóttir skrifar 15. júlí 2025 09:05 Margrét hefur rannsakað afbrot ungmenna um árabil. Bylgjan Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir hefndarhegðun vaxandi ógn og hættulegan vítahring. Skaðleg hegðun ungmenna hafi aukist. Það þurfi að auka forvarnir og bregðast við fyrr. Slæmar hugmyndir og hegðun dreifist hratt á samfélagsmiðlum en það sé hægt að nota þá líka til að dreifa góðum hugmyndum hratt. Margrét Valdimarsdóttir ræddi þessi mál í Bítinu í morgun og rifjaði þar upp þegar það var skotárás á bílaplani við Skólavörðustíg fyrir þremur árum. Hún segir að þegar hún heyrði þessa frétt hafi hún verið svo sjokkeruð. Þarna hafi verið um að ræða unga drengi, enginn orðinn tvítugur, og sá sem hafi verið skotinn hafi verið alvarlega slasaður „Þetta var eins og maður væri að heyra frétt úr höfuðborg í einhverju allt öðru landi,“ segir Margrét. Ef fréttin birtist í dag myndi henni ekki bregða eins. Hún segir óvenju margar alvarlegar árásir hafa átt sér stað síðustu ár, þar sem ungt fólk á í hlut og vopnum er beitt. Það sé ekki þannig að fjölmiðlar séu meira að fjalla um þessi mál heldur séu þessi mál það alvarleg að fjölmiðlar myndu alltaf fjalla um þau. Hún segir það áhyggjuefni að alvarlegum atvikum þar sem börn eiga í hlut hefur fjölgað. Þar sem þau eru beitt ofbeldi, þar sem þau beita ofbeldi sjálf eða eru í skaðlegi hegðun. Afleiðingarnar sé hægt að sjá í fangelsunum og skýringarnar séu margar. En ein skýring sé að ungt fólk er stærri hópur, hlutfallslega, en hann hefur verið áður. Það hafi verið slakað á í forvörnum eftir hrun og afleiðingar séu að koma fram núna. Samfélagsmiðlar hafi einnig áhrif og fyrir fólk sem vinni í forvörnum sé það ný áskorun. „Skaðleg hegðun, skaðlegar hugmyndir og vondar hugmyndir dreifast svo svakalega hratt núna.“ Áður fyrr hafi mikið verið talað um ofbeldisfullar bíómyndir eða tölvuleiki en núna séu það samfélagsmiðlar. Það sé tekin upp alvöru árás og henni dreift á samfélagsmiðlum eða jafnvel send út í beinni. Margrét segir þessa hegðun einhvern veginn draga úr alvarleikanum, að það fari manna á milli. „Góðar hugmyndir ættu alveg að geta ferðast jafn hratt manna á milli,“ segir Margrét og að það sé þörf á að nota nýjungar í forvörnum. Brugðist of seint við Hún segir starfandi aðgerðahópa og stjórnvöld séu í átaki en það hafi hafist aðeins of seint. Ríkislögreglustjóri hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum áleiðis. Hún segir flesta unglinga í dag í góðri stöðu og ekki beita ofbeldi. En það sé algengt að meðal unglinga séu hugmyndir um að það sé mikilvægt að verja sig og hefna sín. „Við búum í heimi í dag og tíma þar sem er mikil ólga. Þetta er hugmyndin sem leiðtogar heimsins hafa en við sem foreldrar verðum að vera góðar fyrirmyndir.“ Hún segist hafa verið að skoða þessi mál um árabil og síðast þegar hún ræddi við ungt fólk hafði stór hluti borið vopn, þá helst hníf, og flestir sagt að þau ætluðu ekki að nota hann en þau þyrftu að vera með hníf eða vopn því svo margir aðrir væru með vopn, til að verja sig. „Þetta er vítahringur. Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin.“ Hvað varðar árás fanga á fjóra fangaverði í síðustu viku segir Margrét það tengjast almennt stöðu fangelsismálakerfisins. Það séu fleiri ungir afbrotamenn í kerfinu með þunga dóma og fleiri því þannig í fangelsi. Það sé aðeins eitt lokað fangelsi á Íslandi, Litla-Hraun, fyrir karlmenn. Hólmheiði eigi að vera gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en sé nýtt fyrir fólk sem á að vísa úr landi til dæmis. „Okkur vantaði nýtt fangelsi á Íslandi fyrir tíu árum, það er verið að byggja það núna, en það er bara tíu árum of seint,“ segir Margrét. Hún segir starfsfólk fangelsa vinna gríðarlega gott starf en það sé of mikið plássleysi. Það hafi þær afleiðingar að það sé ekki hægt að aðskilja fanga og hópa fanga. Auk þess sé ekki hægt að framfylgja agareglum þegar fangelsin eru full og fjölmargir á bið. Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Bítið Fangelsismál Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Margrét Valdimarsdóttir ræddi þessi mál í Bítinu í morgun og rifjaði þar upp þegar það var skotárás á bílaplani við Skólavörðustíg fyrir þremur árum. Hún segir að þegar hún heyrði þessa frétt hafi hún verið svo sjokkeruð. Þarna hafi verið um að ræða unga drengi, enginn orðinn tvítugur, og sá sem hafi verið skotinn hafi verið alvarlega slasaður „Þetta var eins og maður væri að heyra frétt úr höfuðborg í einhverju allt öðru landi,“ segir Margrét. Ef fréttin birtist í dag myndi henni ekki bregða eins. Hún segir óvenju margar alvarlegar árásir hafa átt sér stað síðustu ár, þar sem ungt fólk á í hlut og vopnum er beitt. Það sé ekki þannig að fjölmiðlar séu meira að fjalla um þessi mál heldur séu þessi mál það alvarleg að fjölmiðlar myndu alltaf fjalla um þau. Hún segir það áhyggjuefni að alvarlegum atvikum þar sem börn eiga í hlut hefur fjölgað. Þar sem þau eru beitt ofbeldi, þar sem þau beita ofbeldi sjálf eða eru í skaðlegi hegðun. Afleiðingarnar sé hægt að sjá í fangelsunum og skýringarnar séu margar. En ein skýring sé að ungt fólk er stærri hópur, hlutfallslega, en hann hefur verið áður. Það hafi verið slakað á í forvörnum eftir hrun og afleiðingar séu að koma fram núna. Samfélagsmiðlar hafi einnig áhrif og fyrir fólk sem vinni í forvörnum sé það ný áskorun. „Skaðleg hegðun, skaðlegar hugmyndir og vondar hugmyndir dreifast svo svakalega hratt núna.“ Áður fyrr hafi mikið verið talað um ofbeldisfullar bíómyndir eða tölvuleiki en núna séu það samfélagsmiðlar. Það sé tekin upp alvöru árás og henni dreift á samfélagsmiðlum eða jafnvel send út í beinni. Margrét segir þessa hegðun einhvern veginn draga úr alvarleikanum, að það fari manna á milli. „Góðar hugmyndir ættu alveg að geta ferðast jafn hratt manna á milli,“ segir Margrét og að það sé þörf á að nota nýjungar í forvörnum. Brugðist of seint við Hún segir starfandi aðgerðahópa og stjórnvöld séu í átaki en það hafi hafist aðeins of seint. Ríkislögreglustjóri hafi nýtt sér samfélagsmiðla til að koma skilaboðum áleiðis. Hún segir flesta unglinga í dag í góðri stöðu og ekki beita ofbeldi. En það sé algengt að meðal unglinga séu hugmyndir um að það sé mikilvægt að verja sig og hefna sín. „Við búum í heimi í dag og tíma þar sem er mikil ólga. Þetta er hugmyndin sem leiðtogar heimsins hafa en við sem foreldrar verðum að vera góðar fyrirmyndir.“ Hún segist hafa verið að skoða þessi mál um árabil og síðast þegar hún ræddi við ungt fólk hafði stór hluti borið vopn, þá helst hníf, og flestir sagt að þau ætluðu ekki að nota hann en þau þyrftu að vera með hníf eða vopn því svo margir aðrir væru með vopn, til að verja sig. „Þetta er vítahringur. Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin.“ Hvað varðar árás fanga á fjóra fangaverði í síðustu viku segir Margrét það tengjast almennt stöðu fangelsismálakerfisins. Það séu fleiri ungir afbrotamenn í kerfinu með þunga dóma og fleiri því þannig í fangelsi. Það sé aðeins eitt lokað fangelsi á Íslandi, Litla-Hraun, fyrir karlmenn. Hólmheiði eigi að vera gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en sé nýtt fyrir fólk sem á að vísa úr landi til dæmis. „Okkur vantaði nýtt fangelsi á Íslandi fyrir tíu árum, það er verið að byggja það núna, en það er bara tíu árum of seint,“ segir Margrét. Hún segir starfsfólk fangelsa vinna gríðarlega gott starf en það sé of mikið plássleysi. Það hafi þær afleiðingar að það sé ekki hægt að aðskilja fanga og hópa fanga. Auk þess sé ekki hægt að framfylgja agareglum þegar fangelsin eru full og fjölmargir á bið.
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Bítið Fangelsismál Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels